Já.. ég hef farið ansi illa út úr strætómálum núna.. Byrjaði allt á mánudaginn, þegar ég beið bara eftir mínum strætó á mínum venjulega stað. Beið í hálftíma, hann kom ekki. Ég fattaði ekki neitt, var nefnilega búin að tékka á www.straeto.is að breytingum en það voru ekki neinar. Svo gáði ég seinna um daginn og ÞÁ var búið að breyta. Hefði ekki mátt gera það aðeins fyrr? Fór svo á nýja strætóstoppistaðinn í morgun og beið eftir strætó. Bíð og bíð og bíð og loksins sé ég hann. En nei nei.....