Já.. Það var svona “paraball” í mínum grunnskóla, en svo lentu sumir í því að verða bara þunglyndir, og nokkrir foreldrar hringdu áhyggjufullir í skólann af því að krakkarnir þeirra komu grátandi heim þegar tilkynnt var um ballið, af því að þeir höfðu ekki neitt “deit”. Þannig að.. því var breytt í Vinaball. Sem að sjálfsögðu gekk út á nákvæmlega það sama, hljómaði bara betur í eyrum foreldranna.