Hélt nú að það væri bannað að reykja í verslunarmiðstöðum og kvikmyndahúsum O_o Hef allavegana ekki oft tekið eftir fólki reykjandi í bíó, en kannski er það bara ég. Hinsvegar finnst mér allt í lagi að fólk sé að reykja á veitingastöðum, er ekki alls staðar hægt að velja borð í reyk eða reyklausu? En á skemmtistöðum.. Það er spurning. Mætti alveg hafa spes reykherbergi eða eitthvað þvíumlíkt. Annars er mér sama, svo lengi sem það er ekki verið að blása reyknum upp í mig.