Ég er 14 ára, verð 15 á þessu ári. Ég hef ekki prófað að tala hreint út við hana um þetta, en hún hefur samt alveg séð það gerast. Til dæmis, í gær var takkó í kvöldmatinn, ég var nýkomin heim og auðvitað byrjaði hann strax ,,Þú ert ekki að gera þetta rétt, þú átt ekki að borða þetta svona." Ég sagði bara að ég vildi borða þetta svona, það skipti engu máli hvernig þetta er borðað.. Þá sagði hann að ég væri alltaf að nöldra útaf öllu og ef að ég gæti ekki verið almennilega gæti ég bara farið...