Farðu yfir það sem er inni í tölvunni, óþarfa myndir, póstur, alls kyns skjöl og forrit sem þú notar aldrei. Svo þarftu að fara í START, velur All Programs, Accessories, System Tools, Disk Defragmenter, Defragment. Þetta sem ég var að segja þjappar minninu þínu betur saman og þú sérð líka að því loknu hversu mikið minni þú átt eftir.