Iss… þetta er ekkert! Ég var í útilegu með 9-12 ára börn á helginni… Og við fórum með þeim í snjó, upp á móti (bakaleiðin var að sjálfsögðu niður í móti) svona einn kílómeter. Allaveganna, þá sögðum við þeim frá Uglu/Sigrúnu fjallaskjaldböku sem ætti heima í vatni við fjallið sem skátaskálinn er (virkjun, lónið við hana. Þetta er saga sem er búið að segja í mörg ár). Og allt í lagi, við förum upp en vildum ekki fara of nálægt þannig að vinkona mín benti á eitthvað stýri sem stóð upp úr...