Það eru sex tegundir af teningum, 4-, 6-, 8-, 10-, 12- og 20-hliða teningar. Svo er líka talað um hundrað hliða tening, en það eru oftast 2 10-hliða teningar og er þá annar fyrri talan og hinn seinni talan. Þá eru t.d. d6 sex hliða teningur og d20 tuttugu hliða teningur. d% er notað fyrir hundrað hliða tening. En svo eins og dæmið sem þú tókts, 3d6 þá þýðir það að þú eigir að kasta þremur sex hliða teningum. 4d4 væru þá 4 fjögurra hliða og 2d8 tveir átta hliða.