Bítlarnir fyrrverandi eru enn gífurlega vinsælir, þrátt fyrir að tveir þeirra séu látnir. Bítlarnir vinsælir austan hafs og vestan Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. McCartney, sem hélt upp á 65 ára afmælið sitt 18. júní, er í þriðja sæti á Billboard-listanum með nýjustu sólóplötu sína Memory Almost Full. Í níunda sæti er tvöföld safnplata The Traveling Wilburys, fyrrum...