Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða röngu. Einnig eru til alls kyns skráðar og óskráðar reglur um samskipti okkar við annað fólk, svo sem hvers kyns kurteisisreglur, sem ekki teljast siðferðilegar. Segja má að...