Það eru nú til íslensk örnefni yfir erlenda staði en Lundúnir og Dyflinni. Það er t.d. Kaupmannahöfn, Þrándheimur, Færeyjar, Grænhöfðaeyjar, Bandaríkin… Svona er hægt að halda lengi áfram. Ertu sem sagt að segja að maður eigi að hætta að nota orð eins og Bandaríkin og Kaupmannahöfn, og byrja að nota United States og København í staðinn? Dublin og London eru vissulega meira notuð, en að segja að það eigi að hætta allri notkun á orðunum Dyflinni og Lundúnir er heimskulegt.