Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Sporning... og pælingar...

í Hestar fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Sæl Mín reynsla af beislinu hefur einungis verið góð. Mín meri var þannig að hún hékk í mélunum, strunsaði á feti eins þung og tauminn og hún gat, svo á tölti var ekki hægt að halda henni á hægu (líka klárgeng) þar sem hún stífði sig í munninum og hraðaði sér frekar þegar maður tók í taumana. Hún var farin að taka líka upp á því að rjúka á tölti og var hreint og beint alveg stjórnlaus. Eftir að ég fór að nota Beisli án Méla hefur hún svo sannarlega breyst til batnaðar. Hún er farin að gefa...

Re: Orri frá Þúfu

í Hestar fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Reyndar er fegurð smekksmál, það er alveg rétt, en fyrir mitt leyti vill ég bollétta hesta með vel settan og flottan háls. Orri er þveröfugt við það. Einnig er hann orsökin að því að meira en helmingurinn af graðhestum á landinu eru undan honum eða út af honum (afi, langafi og svo framvegis). Þessi skyldleikaræktun er alls ekki góð fyrir íslenska hrossastofninn þar sem hægt að sjá fram á það að öll hross eftir 20 ár t.d. verði með Orra einhversstaðar í ættinni hjá sér. Það finnst mér hreint...

Re: Orri frá Þúfu

í Hestar fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Og ég sem hélt að ég væri örugglega sú eina sem fílaði ekki Orralínuna. Þessi hestur er örugglega fínn, skemmtilegur og allt það, en þegar hann var upp á sínu besta var standardinn allt annar en hann er í dag. Hálsarnir voru meter á breidd, skrokkurinn var þykkur og mikill og allt annað. En samt enn þann dag í dag er fólk að missa sig yfir honum, og margt af því hefur ekki einu sinni séð þennan hest í reið, hefur bara heyrt gott um hann og halda að hann sé einhver yfirnáttúrulegur...

Re: Orri frá Þúfu

í Hestar fyrir 16 árum, 4 mánuðum
…það sem ég tók eftir fyrst var hversu mikill og fallegur hálsinn á honum var… Fallegur?? Þetta er án efa þykkasti háls sögunnar á kynbótahesti og einnig stysta bakið. Fyrir mitt leyti finnst mér þessi hestur samanþjappaður og, fyrirgefiði þið sem finnst Orri æði, hreint út sagt finnst mér hann ljótur. Ég gerði mér ekki einu sinni nógu mikla grein fyrir því hversu mikill og þykkur hálsinn á honum var fyrr en ég sá hann þarna. Ekki minn tebolli…

Re: Jæja, komust þið inn?

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Veit ekki…en ég var með yfir 8 í meðaleinkun á samræmdu og svo á öllu var ég með tæplega 9…

Re: Jæja, komust þið inn?

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Versló - félagsfræðibraut - spænska!!!! =D Ég er ekkert smá ánægð með að hafa komist inn =D

Re: Úrvinnsla umsókna?

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Það stóð alveg miklu meira þegar ég las þetta og þá var verið að rugla eitthvað um föstudaginn 15 júní og eitthvað…:S Það er síðan búið að taka það út.

Re: NANG NANG !

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ha…er það? Ertu viss? Sá gamla frétt um að árið 2005 um að 700 manns var vísað frá Í Versló… þá reyndar varaval líka…

Re: NANG NANG !

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Versló nr 1 og svo MH í nr 2…. ég er bara að deyja úr stressi hvort ég komist inn í Versló…þau þurfftu víst að vísa 400 mann frá.

Re: Úrvinnsla umsókna?

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Það stendur að það eigi einnig að sjást í menntagatt kerfinu nokkrum dögum áður..það er það sem ég er að spurja…

Re: Ísbjarnarmálið vekur athygli erlendis

í Tilveran fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ég er nokkuð sammála Sachiel… Finnst tæpt að fólk myndi bara gjörsamlega tapa honum bara í þokunni….hefði verið hægt að fæða hann með hráu kjöti þangað til lyfin myndu mæta á svæðið og EF svo skyldi að hann myndi reyna að ráðast mann eða hesta, þá væru menn í viðbragðsstöðu, og þá myndi skotið vera í sjálfsvörn, ekki einungis dráp út af engu sem þetta var.

Re: Ísbjarnarmálið vekur athygli erlendis

í Tilveran fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ég get ekki verið meira óssammála… Ísbjörninn var bara að ráfa þarna um, hefði þótt það mjög tæpt að hann kæmi alla leið til Reykjavíkur úr Skagafirði. Það sem fæstir gera sér grein fyrir að þessi dýr eru í útrýmingarhættu og það munaði einungis einum degi þangað til að lyf, til að svæfa svo stórt dýr, kæmi til landsins. Þetta var hugsunarlaus og fljótfærnislega ákvörðun hjá umhverfisráðherra, svo ég segi nú það besta við þetta mál. Mér persónulega fannst þetta lýsa hversu viðvaningslega var...

Re: Hestaskólinn í rvk

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Hestaskólinn í Reykjavík? Ég hef nú bara aldrei heyrt um hann, endilega deildu því ef þú veist eitthvað…

Re: Samræmduprófseinkannir

í Skóli fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ísl : 9 Stæ : 8,5 Dan : 8 Ensk : 8 (tók í fyrra) Sam : 7,5 (tók í fyrra, þegar það var sjúklega erfitt) Ég veit ekki hvort ég eigi að vera sátt eða ekki, vona bara að þetta dugi mér inn í Versló…

Re: Hverjir ætla í MH?

í Skóli fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Setti MH í annað sæti… ætla nú að reyna að komast í Versló…

Re: Samræmduprófseinkannir

í Skóli fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég er líka skíthrædd um að komast ekki inn… Spurning hvað árgangurinn er sterkur í ár, en ég hef heyrt að mjög margir ætli í Versló…

Re: Jarðskjálfti

í Tilveran fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ójá… Ég var inn í hesthúsi að ná í hross þegar þetta gerðist… Hélt fyrst að hrossin út á túni hefðu sloppið og væru að hlaupa framhjá. Veggirnir á hesthúsinu hristust allir og ljósin voru út um allt, þá hlupum við út og sáum allt vatnið sullast úr vatnsdallinum fyrir hrossin úti. Svo komu alveg helling af eftirskjálfum, allavega svona 5-6 sem vel var hægt að finna. Þetta var virkilega wierd upplifun…

Re: Klíkuskapur Norðurlandanna...

í Söngvakeppnir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Búin að því og hef ekki séð ein einustu rök hjá þér, einungis röfl um hvað aðrir eru miklir fávitar og moðhausar og vita ekkert í landafræði…

Re: Klíkuskapur Norðurlandanna...

í Söngvakeppnir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Sorry, en ég hef ekki séð nein rök hjá þér… Getur ekki sakað aðra um að vita ekki neitt og að koma ekki með nein rök ef þú gerir það ekki sjálf/ur…;) bara benda þér á það, ekkert persónulegt.

Re: Afhverju elska íslendingar Eurovision?

í Söngvakeppnir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Vááá hvað allt fólk hérna er að drulla yfir keppnina… og það að óþörfu. Ekki það að ég sé eitthver súper Eurovision aðdáandi en mér finnst gaman að horfa á keppnina á hverju ári þar sem það gefur fólki tækifæri til að koma saman og styðja sitt land (eða skemmta sér, fer eftir aðstæðum). Held að allt fólk og allar þjóðir séu löngu búnar að fatta að keppnin er orðin að Austurlandamafíu og skrípaleik, en það er þó verið að reyna bæta úr því með tveimur undankeppnum og líka held ég að...

Re: net TOnuð tjellz a kæjanum

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Var ákkúrat að spá í því hvort þetta væri ekki Áslaug?… soldið ólík sér samt þarna, á svipinn anyway

Re: Sumarvinna?

í Tilveran fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Bara stinga eithverju upp í nebbann eða nota þvottaklemmu og málinu er reddað! =D

Re: Sumarvinna?

í Tilveran fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Já, það er alveg rétt hjá þér að það er ekki hollt né uppbyggilegt að fá allt upp í hendurnar, en engu að síður þægilegt svona stundum… =) Ég er líka bara að velta fyrir mér hvernig hann nennir að hanga í tölvunni allt sumar, eða gera ekki neitt, það væri held ég erfiðast að tækla…allavega í mínu tilfelli.

Re: Sumarvinna?

í Tilveran fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hehe… =) það er stundum þannig =D

Re: Ræktun íslenska hestsins

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Já, það er nefnilega það að afturfótahreyfingarnar eiga það til með að gleymast…því miður. En ef þú spáir virkilega vel í því og ferð að skoða video ad t.d. Aron frá Strandarhöfða, Töfra frá Kjartansstöðum og Krák frá Blesastöðum 1A og berð þá saman við t.d Kraft frá Bringu og einhver önnur Orraafkvæmi þá geturu séð, ef þú einblínir svolítið á afturfæturna, sérstaklega á yfirferð að Orralína og þeir draga afturlappirnar á eftir sér…þannig sérð… Þeir kreppa lítið sem ekkert hækilinn meðan...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok