Aðalmálið er að safna honum saman á feti, nota fæturna þá mikið við það, ekki einungis tauminn. Nikka bara með taumnum og þrýsta með hnjám, kálfum og ef þarf, fótum. Þannig ertu að fá hann til að vinna meira með afturpartinn, þ.e.a.s. að þunginn hvílir ekki 70% á framhlutanum, reyndar ætti góður hestur á tölti að vera 70% á afturpartinum því það er afturparturinn sem gefur góða töltið ;) Ég man ekki í augnablikinu hvernig sniðgangur er í rauninni, en krossgangur er held ég voða svipaður. Þá...