Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kurdor
Kurdor Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
76 stig

Re: Smá Role-play

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ah, ok. Ég næ þessu núna.

Re: Viðbrögð við könnun :)

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Haha, forritun Huga-kerfisins er bara í einu og öllu slæm. :)

Re: Kurdor vs. Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Á meðan Krivnetos er að ná tökum á fluglistinni sér hann hvar Xerxes svífur beina leið í átt að honum. Hann hugsar með sér hvort hann viti kannski af honum; hvort hann geti séð hann með einhverjum öðrum galdri. Var kannski svindlað á honum og seiðurinn sem hann keypti ekki göldróttari en hann sjálfur? Hann ákveður að bregðast skjótt við og láta kné fylgja kviði, þýtur upp á við þá stuttu vegalengd sem nú er á milli þeirra. Full-round action: Charge og grapple (var á D10 í 60 feta hæð og...

Re: Smá Role-play

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þarftu að vera með þessi hortugheit þó ég sé að spyrja þig hvert takmark þitt með þessum þræði sé? Eins og þú sérð hafa fleiri en ég velt því fyrir sér og ekki margir tekið undir. Getur ekki verið að þetta sé bara einfaldlega of illa útskýrt hjá þér? Það hefur t.d. aldrei komið fram fyrr en núna að einhverjir eigi að taka hlutverk persónanna. Upphafspósturinn hljóðaði upp á það að fólk ætti að búa til persónu (et.) og að þú myndir sjá um tölulegu hliðina. Ekkert meira. Sorry, það er bara...

Re: Kurdor vs. Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Sömuleiðis heyrist örugglega alveg hellingur í áhorfendum allt í kring, ef við ætlum að fara að teygja þetta svona. Þetta hægir bara á leiknum. Jæja, við verðum þá bara að bíða eftir dómara… Bætt við 18. apríl 2007 - 18:08 Auk þess skrifaði ég (til að hafa lýsinguna skemmtilega): "Hann berst við að flissa ekki og koma þannig upp um staðsetningu sína". Svo eru líka margir metrar á milli okkar…mér finnst þetta gífurlega langsótt.

Re: Kurdor vs. Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Á mann sem stígur ekki einu sinni jarðar? :o

Re: Smá Role-play

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Og hvað…á Sunnagje að segja hvað tælenski strákurinn gerir og þú segir hvað assassin-kerlingin gerir? Ég er engu nær.

Re: Kurdor vs. Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það slæma við ósýnileikann er að nú sjá áhorfendur ekki hversu vel Krivnetos skemmtir sér. Hann berst við að flissa ekki og koma þannig upp um staðsetningu sína, á meðan hann flýgur um loftið og hyggst koma seiðskrattanum á óvart. Sendi dómara einaskilaboð um staðsetningu hins ósýnilega Krod-Nojr.

Re: Kurdor vs. Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hinum fljúgandi “villigelti” er greinilega skemmt. Seiðskrattinn virðist ekki vita hvað hann á til bragðs að taka þegar barbarinn flýtur fyrir ofan yfirborð jarðar. Barbarinn ákveður að gera hann enn ruglaðari í ríminu og teygir sig eftir annarri flösku. Um leið og vökvinn fellur á tungu hans hverfur hann sjónum. Move action: Næ í Potion of Invisibility Standard action: Drekk Potion of Invisibility Free action: Fimm feta skref fram á D10

Re: Yfirlýsing frá stjórnanda áhugamálsins

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þú mátt alveg taka undir og segja líka “Heyr, heyr”. (En þarft að borga mér stefgjöld).

Re: Yfirlýsing frá stjórnanda áhugamálsins

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Dropinn sem fyllti mælinn var sennilega það innlegg Krathos sem var svo harðort og dónalegt að stjórnandi eyddi því í heild. Tek það fram að ég veit ekkert um það, þetta er bara mín ágiskun. En skiptir það máli? Það sem máli skiptir er að kjánaleg rifrildi um hvaða class sé betri en annar skila engu nema svona rugli. Það sem skiptir máli er að hafa gaman af Arena eins og það er í stað þess að setja út á reglur. Einbeitum okkar frekar að því að lemja hvorn annan í Arena! ;)

Re: Smá Role-play

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Á hverju? Ég vil á engan hátt vera leiðinlegur, en ég bara skil ekki hvað þessi þráður á að ganga út á. Geturðu útskýrt tilganginn og hvernig þetta á að ganga fyrir sig?

Re: Yfirlýsing frá stjórnanda áhugamálsins

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Heyr, heyr.

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Í ToB er heldur lítið fyrir single classed fighter og það sem fólk hefur verið að tala um hérna byggist aðallega upp á nýjum klössum. Hvert er point þitt, annars?

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég vísa í það sem ég var að segja (fyrir ofan þitt innlegg). Það ætti að útskýra af hverju ég ætla ekki í sandkassaleik við ykkur.

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Og hvernig stend ég orðum mínum með því að há eitthvað einvígi tveggja charactera? Þú veist að leikurinn byggist á teningum, er það ekki? Þú getur aldrei stillt upp tveimur characterum og sagt að þessi muni sigra hinn, það er random factor sem stríðir gegn slíku. Þú ert kominn með þetta út í vitleysu. Það sem ég sagði var að kannski kynnuð þið bara ekkert að spila fightera (orðað svona) og augljóslega hefur komið fram, bæði með orðum mínum og með þeim leikjum sem ég hef spilað með Krivnetos,...

Re: Kurdor vs. Swooper

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mikið svakalega finnst mér þetta ganga hægt. Nú eru meira en tveir sólarhringar síðan Swooper átti að gera.

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hahaha, nei, það er svo langt í frá að ég ætli að standa í margra klukkutíma vinnu til að standa í einhverjum svona barnaskap. Áttu svona ómögulegt með að sætta þig við að það eru bara ekkert allir sammála þér?

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Áskorun? Ég var þess fullviss að þú værir að grínast! Nú er þetta orðið meira en “svolítið kjánalegt”.

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Og nákvæmlega þetta, sem þú sagðir, ætti að eyða öllum rökræðum um að það þurfi PHBII og ToB til að gera fighters öflugri. Í alvöru drengir, þetta er orðið svolítið kjánalegt hjá ykkur.

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ó, ég sem leit á spunaspil sem leik. En hvað það var nú kjánalegt hjá mér.

Re: Smá Role-play

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei, og akkúrat þess vegna spurði ég hvert role-playið væri við það að láta einhvern annan sjá um persónusköpun og vera sjálfur bara með tölulegu hliðina, samanber: Fizban ég mun sjá um töluleguhliðina

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Spurningin ætti frekar að vera: ert þú stjórnandi/spilari sem lítur á D&D sem keppni? Af öllu sem þú skrifar sýnist mér það nefnilega.

Re: Smá Role-play

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nákvæmlega. Haha, ég skil 0% hvað maðurinn er að fara. :p

Re: Margar bækur vs. fáar bækur

í Spunaspil fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ef characterinn minn, sem getur charge-að 90 fet, byrjar þá nær hann grapple attempt á flat-footed wizard sem er með vonlaust AC og vonlausan grapple modifier. Hvað gerirðu þá? Þú ert að horfa á málið frá einni hlið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok