Þetta virkar alveg en ef þú vilt fá almennilegt hljóð er magnari nauðsynlegur. Þessi spilari er að gefa svona 4x15w RMS þannig að þú ert ekki að fá nærri allt út úr hátölurunum. Ef þú gætir reddað þér einhverjum 4 rása magnara þá væri þetta fínt.
Tryggingafélagið ræður hvort það borgar bílinn út eða gerir við hann. En ef hann var að borga 40 bara í kaskó tryggingu þá er eitthvað skrýtið í gangi. Ertu ekki að meina 40 í bæði tryggingu og kaskó þá?
Schumi var ekkert mikið hraðari en Barrichello, liðið sagði Barrichello að vera ekki að keyra hratt heldur keyra bara öruggt. Ef báðir hefðu verið á fullu þá hefði Schumi aldrei náð Barrichello svona auðveldlega.
Fullt. Það verða ekki að vera loftgöt á boxum en þau gefa yfirleitt aðeins meiri og dýpri bassa. Í staðin þurfa boxin yfirleitt að vera stærri. Ef þú ætlar að smíða box þá mæli ég með að þú lesir þér svoldið til, það eru til fullt af mjög góðum leiðbeiningum á netinu. Getur t.d. byrjað á að lesa <a href="http://www.termpro.com/articles/buildbox.html">þessa grein</a>.
Ég var mikið að spá í svona bíl einu sinni en fann aldrei gott eintak. Það er spurning um að renna niðrí Heklu og fá þá til að fletta upp vin númerinu.
Ég er alveg sammála þessari grein. Grey dómarinn fór alveg á taugum í endann og eyðilagði leikinn. Þessi vítaspyrna var bull, en alveg rétt að reka manninn útaf. Líka fáranlegt í endann þegar tyrkirnir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og varnarmaður brassana hleypur að boltanum og kastar sér fyrir hann. Í stað þess að spjalda varnarmanninn og láta taka spyrnuna aftur dæmdi dómarinn ekkert.
Ertu alveg 100% viss um það eða heyrðiru það bara einhversstaðar. Það hafa margir sagt þetta en enginn hefur getað bent á lög eða lögreglusamþykkt sem bannar þeim að fela sig.
Það er yfirleitt best að fara á þessar litlu stöðvar. Ég hef notað Aðalskoðun og mæli með þeim. Alls ekki fara til Frumherja uppi á Hesthálsi, mjög slæmir þar.
Ég vona að þú sért að grínast með þennan hraða. Einn vinnufélagi minn dó þegar bíll keyrði á hann í ártúnsbrekkunni þannig að keyra á svona hraða er stórhættulegt og vona ég að þú lærir eitthvað af þessu.
Jamm, Valentine 1 á að vera bestur enda kostar hann um 70 þús. Ég hef aldrei heyrt að það sé neitt ólöglegt við að hafa radarvara enda hef ég verið stoppaður og verið með radarvara í bílnum og löggan setti ekkert út á það. Eruði vissir um að það sé bannað að vera með scrambler? Vitiði um einhver lög eða samþykktir sem banna það?
Jújú, auðvitað eiga menn að bóna bíla og þrífa að innan áður en þeir eru settir á sölur. Ekkert vit í öðru. En smá ryk og skítur þarf ekki endilega að merkja að ekki hafi verið hugsað um bílinn.
Bílarnir voru kannski hreinir þegar þeir komu á söluna en það þarf nú ekki nema smá rigningu og rok til að þeir verði drullugir. Á mörgum bílasölum er líka möl og drullast bílarnir strax út þar. Þegar minn var á sölu reyndi ég að þrífa hann allaveganna einu sinni í viku.
Af hverju var AQ FFA ekki sleppt og AQ TP lengt í staðinn? Var ekki verið að tala um það eftir síðasta skjálfta? Annars væri kannski best að reyna að raða niður í riðla með tilliti til síðasta skjálfta. Þá sleppum við kannski við svona dauðariðil eins og síðast.
Mér finnst að Schumacher hefði ekki átt að taka sigurinn, frekar láta Barrichello vinna, alveg sama hvað Ferrari menn sögðu. Hvað áttu þeir þá að gera, reka hann?
Það er nú bara eðlilegt að menn rífist um rotation enda væri frekar leiðinlegt ef sama rotation væri ár eftir ár. Ekkert að því að prufa ný möpp en menn verða líka að skipta þeim út ef mönnum líkar þau ekki. Mér líst vel á þessa rotation hjá þér Stefán.
Mér finnst útlitið bara alls ekki nógu gott, alltof mikið fjölnotabíls look eins og bebecar kallaði það. Ef ég væri að eyða 3 miljónum í bíl þá yrði hann að vera flottur jafnt sem kraftmikill.
Gera bara eins og kanarnir, ef þú lendir í árekstri þá hækka tryggingarnar. En ef þú ferð í ökuskóla þá sleppuru við hækkunina. En þú getur bara farið í þennan ökuskóla einu sinni á 18 mánaða fresti held ég.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..