Ég er ekki fífl, ég kann bara stærðfræði. Sá sem fær krónu meira en 300.000 (hátekjumörk) fær ekki aukalega 0,6 krónur í vasann (miðað við 40% skatt) heldur aukalega 0,5 krónur (fyrsta hátekjuskattsþrep, 50%). Hver heildarprósentan er mismunandi fyrir hverja krónutölu yfir 300.000, mér dettur ekki í hug að leggja aukaskatt á þann hluta launanna sem er undir mörkunum, það er óréttlæti.