Ég fór á Hróarskeldu og sá þar meðal annars Múm og Mínus. Báðar sveitir fannst mér standa sig vel. Krakkarnir í Múm voru að vísu óheppnir með hljóðið en mér fannst þau komast vel frá því. Þau björguðu Nordic Lights tónleikunum algjörlega. Mínus voru þéttari en ég hef áður séð þá og náðu áhorfendum á sitt band. Fengu líka 5 stjörnur í Roskilde Daily. Sá einhver annar þessa tónleika?