Hann var fyrir utan blokkina sína að leika sér þegar hann sá hana. Það var eins og hún væri með eitthvað á hausnum, og það var ekki hár… það var eldur. Hann var sem dáleiddur, hann starði á þessa veru. Hann starði á þetta bál sem logaði á höfðinu á henni. Hún vinkaði honum til merkis um að elta sig. Hann fór á eftir henni án umhugsunar. Hann elti þessa leyndardómsfullu veru og einbeitningin skein úr augum hans. Hann reyndi að halda í hana, gekk eins rösklega og litlir fætur hans gátu borið...