Vald neytandans felst í því að hann ræður við hvern hann verslar. Ef að hann þarf að kaupa brú, eða kaupa bíl eða gangast undir hjartaskurðaðgerð og fær ömurlegt tilboð frá þeim sem framleiddi bílinn, kann að byggja brúnna eða hjartaskurðlækninum, þá getur hann einfaldlega snúið sér til einhvers annars aðila sem býr yfir sömu getu. Þar sem að allir, hvort sem þeir búa yfir sérfræðikunnáttu eða ekki, þurfa jú að eiga í sig og á, þá vilja þeir með sérfræðikunnáttuna fá helling af...