Mikið til í þessu hjá þér. Sammála þér með þessa hræðilegu lélegu tilraun Guðjóns til að réttlæta það að gefa þeim ekki mark með því að segja að vegna viðbragða Keflvíkinga við markinu hafi ekki verið hægt að gera ,,viðeigandi ráðstafanir." Mér hefði fundist mjög skrýtið ef Keflvíkingar hefðu ekki brugðist eins við og þeir gerðu strax eftir markið. Það er hins vegar annað mál að eftir leikinn gengu þeir allt of langt.