Nú er ég ekki að draga hinn notandann í efa eða eitthvað, bara spjalla smá. Gæti ég ekki átt miða á Yoko Ono tónleikana (2000 kr. miði upphaflega) og ákveðið að selja hann og sagst hafa fengið 3000 kr. tilboð og þar af leiðandi dytti engum í hug að bjóða 2000 kr. í hann og myndi selja hann strax á 3000 kr. En eins og ég segi er svosem ekki alveg sama með Airwaves passana, þeir eru náttúrulega augljóslega að fara á miklu hærra verði.