Tegund bílsins skiptir engu máli þannig séð. Það er bara almenn álagning á fólksbíla sem fer eiginlega eingöngu eftir vélarstærð bílsins. Kostnaðarliðirnir eru rosalega margir. Það þarf að láta skoða, tryggja o.fl. Minn reikningur frá aðalskoðun við 3.2L bíl var eitthvað í kringum 20þús krónur sem var þá mengunarmæling, umferðarskráningargjald og smá peningur til ríkisins. Svo kosta númeraplöturnar eitthvað um 6500 kall. Svo veit ég ekki alveg hvort að þú hafir tekið flutningskostnað bílsins...