Mér finnst bækurnar eftir Ansel Adams (AA) fínar. Þær eru nokkuð gamlar og taka ekkert á digital myndatöku. Þrátt fyrir það eru undirstöðurnar við ljósmyndun þær sömu hvort sem tekið er á digital eða filmu (þá á ég við ljósop, tíma, ISO myndbyggingu o.s.frv.) Einnig eru myndirnar í þessum bókum eftir AA frábærar. Þær bækur eftir AA sem ég á heita Basic Techniques og Photography, Book 1 & 2. Þær eru endurprentanir af “The Camera”, “The Negativ” og “The Print” ef ég man rétt. Eitthvað er til...