Ég stel hérna lýsingunni hans Vargs “Hér gefst spunaspilurum (Rólpleiurum, RPG-spilurum) tækifæri á að viðra sínar skoðanir á listinni, skiptast á hugmyndum og rotta sig saman um þau ýmsu málefni sem spunaspilun tengjast. Roleplay (RPG), eða Spunaspil einsog orðið hefur hvað best verið íslenskað, lýsir ákveðinni tegund ævintýraleikja sem vinsælir hafa verið í grasrótinni í um 3 áratugi. Þekktasta spunaspilið er sennilega gamla Dungeons & Dragons sem gegnum tíðina hefur fengið misgóða útreið...