Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Dexter

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég er mjög hrifin af þessari þáttaröð, leikararnir flestir mjög góðir. Ég væri til í að lesa bókina líka, kannski ég taki hana næst þegar ég fer á bókasafnið.

Re: Besti bjórinn ?

í Matargerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Dýrka Erdinger bæði weiss og lager. Mér finnst íslenskir og danskir bjórar yfirleitt frekar misheppnaðir. Er annars hrifin af Löwenbrau líka.

Re: Botox

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Botox er reyndar notað í bæklunarlækningar hér á landi, kannski má bara nota það til að bæta líðan krampa og flogaveikisjúklinga (sem ég veit að er gert) en ekki lýtalækningar.

Re: linkarnir

í The Sims fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Og líka að hreinsa út dauða linka, þ.e. fyrir þær heimasíður sem eru ekki lengur til.

Re: Brauð-Pitsa

í Matargerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hahah þetta var kannski gott þegar ég var lítil, nú hryllir mig við bökuðum baunum öhhhh.

Re: Hvað var borðað á aðfangadagskvöld

í Matargerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég fékk bakaðann humar með hvítlaukssmjöri í forrétt. Í aðalrétt fékk ég hreindýralund með sveppasósu, kartöflum í smjördegi og steiktu rótargrænmeti og gott rauðvín með. Í eftirrétt fékk ég ananas frómas eins og svona síðustu 20 ár og hann bregst aldrei. Svo kaffi og konfekt á eftir.

Re: Brauð-Pitsa

í Matargerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég verð að prófa þetta einhvern tímann. Þegar ég var lítil og það var til afgangur af hakki frá deginum áður leyfði mamma okkur alltaf að búa til pizzabrauð gríslinganna. Þar setti maður pitsusósu (eða pizza pronto sem var mikið notað þá)á brauð, svo nautahakk og svo ost og bakaði í ofni, stundum settum við líka bakaðar baunir á. Þetta þótti manni algjört æði. Annars býr mamma mín til bestu pizzur í heimi.

Re: Fylltur kúrbítur

í Matargerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nei hvað?

Re: vó hefur fólk lítið að gera

í The Sims fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég er alveg sammála þér. Smá virðing fyrir lífi og áhugamálum annara kostar ekki neitt frekar en kurteisi.

Re: Allison Carter

í The Sims fyrir 18 árum
Hvergi ég var bara eitthvað að sjá vitlaust, afsakið.

Re: Allison Carter

í The Sims fyrir 18 árum
Úps yfirmaður á spítala er chief of staff en ekki chef of staff, afsakið.

Re: Allison Carter

í The Sims fyrir 18 árum
uhhh í orðabók. Chef þýðir ekki bara kokkur heldur líka yfirmaður og chef of staff er venjulega notað yfir yfirmenn á spítölum.

Re: Allison Carter

í The Sims fyrir 18 árum
Ég held að chef of staff þýði yfirmaður á spítala ekki yfirkokkur.

Re: Bjúgur

í Heilsa fyrir 18 árum
Já læknirinn sagði mér að þetta væri aukaverkun af lyfinu svo að það er best að ég spyrji hann, því miður get ég ekki drukkið mikið vatn því það minnkar natríum saltið í líkama mínum og ég gæti fengið flogakast. En þakka ykkur samt innilega fyrir ráðin.

Re: Bjúgur

í Heilsa fyrir 18 árum
Þakka þér fyrir.

Re: Dexter

í Spenna / Drama fyrir 18 árum
Mér finst þetta mjög góðir þættir, góðar persónur og spennandi söguþráður. Þetta verður stundum of blóðugt fyrir mig og ég verð að lækka í tölvunni þegar blóðugustu atriðin eru.

Re: Hárið mitt :/

í Tíska & útlit fyrir 18 árum
Ditto. Ég fer inn á hárgreiðslustofuna í góðu skapi og kem út óánægð, það virðist vera alveg sama hversu vel maður skýrir út fyrir hárgreiðslufólki hvernig hárgreiðslu maður vill fá þau hlusta ekki. Einu sinni fór ég meira að segja með mynd og hárgreiðslukonan klippti mig samt of stutt, eftir 3 mánuði var hárið loksins komið eins og ég vildi það. Mér finnst mamma mín nú alltaf best í að klippa mig því að hún hlustar og svo er hún góð að klippa.

Re: Þegar þið eruð svöng..

í Matargerð fyrir 18 árum
Ég bý oft til steiktar núðlur eða hrísgrjón með afgöngum, kjöti, afgangs grænmeti og dósamat og svo einhverri sósu, bragðast mjög vel.

Re: Nútiminn sökkar.

í Tíska & útlit fyrir 18 árum
Mikið er ég nú sammála þér. Það er enginn persónuleiki lengur í húsgögnum og húsbúnaði. Allt á vera eins. Í hvert skipti sem ég sé innlit útlit dey ég pínu inn í mér, allar þessar íbúðir eru svo tómar og hvað er þetta á fólk engar bækur, ef eitthvað gefur lit þá eru það bækur og persónulegir munir, ekki bara skrautmunir úr epal eða casa. Ég er reyndar ekki alveg sammála með músíkina, auðvita er drasl sem er spilað í útvarpinu því það á að vera fyrir alla. Maður þarf bara að gramsa svolítið...

Re: Innflytjendaeftirlit

í Deiglan fyrir 18 árum, 1 mánuði
Spurningin er líka hvort að vinnuafli sem flutt er inn í landið sé boðið upp á íslenskunám, mannsæmandi laun og mannsæmandi lífskilyrði? Ef það ætti að auka eftirlit með einhverju þá væri það helst fyrirtæki sem flytja vinnuafl inn í landið. Þar sem þið eruð að tala um að takmarka innflutning á fólki, hvað mynduð þið segja við því að ykkur væri bannað að flytja til annars lands því að þar væri verið takmarka innflutning vinnuafls?

Re: sushi!

í Matargerð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Líka sælkeraverslun Nings.

Re: Hætt! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

í The Sims fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Reyndar er ég orðin svo fúl út í Sims eða aðallega Ea games og Maxis fyrir að hugsa bara um að græða peninga ekki um að gera góða leiki, svo ég hef ekki spilað í svona 2 mánuði. Núna væri ég helst til í að sjá smá samkeppni frá öðrum leikjaframleiðendum. Ég væri til t.d. alveg til í að Blizzard myndi gera svona hermileiki, allt sem þeir gera, gera þeir mjög vel. Svo þar sem ég hef ekki verið að spila leikinn hef ég ekki verið miki að kommenta hérna inni. Afsakið svo röflið í mér.

Re: Death fötin

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þú gengur bara aðeins upp Klapparstíginn. Þetta er í rauða hornhúsinu, vel merkt.

Re: Pirrandi fólk í bíósal

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég sendi svona fólki venjulega íllt auga það virðist oftast duga.

Re: eðal pasta

í Matargerð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Mamma mín býr alltaf til svona létt majones. Þá setur hún súrmjólk í kaffitrekt með kaffipoka og glas undir og lætur vökvann síast úr svo setur hún svona tvær matskeiðar af majones og smá sýrðan rjóma út í. Miklu betra en majones.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok