Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Neighbours á DVD eða VHS?? (3 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég var að spá hvort að það sé hægt að fá Neighbours hér á íslandi á dvd eða VHS ?? Ég veit að það er hægt að fá það í Bretlandi og þar af leiðandi Ástralíu örugglega líka, en hér? :) takk takk :)

Nota stélið? (2 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl enn og aftur :D Nú var ég að velta fyrir mér hvernig maður beygir vélinni með stélinu í FS 2004. Nú veit ég ekkert hvað þetta heitir á flugmáli en ég vona samt að þið skiljið mig :P

Textasíða? (1 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég var að spá hvort þið vissum um einhverja góða íslenska textasíðu aðra heldur en www.textar.tk? Það er eitthvað að þessari síðu. Ekki hægt að opna neina fæla sem maður leitar að. Bara þá sem eru á forsíðunni. :S

Hvaða view notar þú í Flight simulator? (0 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum

Litla hryllingsbúðin? (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég vissi ekki hvar ég átti að setja þetta annarsstaðar svo ég skellti þessu bara hingað. ÉG var að spá: veit einhver hvort það sé hægt að fá litlu hryllingsbúðina sem loftkastalinn setti upp árið 1999? Og ef svo er, hvar?

Bensín? (4 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Þið eruð kannski farin að halda að ég spammi þetta áhugamál en málið er bara að ég hef gaman af flugi. Ég hef sent áður inn kork um sama vandamál, en fékk aldrei neitt svar. Svo nú spyr ég: Hvernig tekur maður bensín í FS 2004?

Þáttur nr. ? (3 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég var að spá, númer hvað eru þættirnir sem eru í gangi hér heima. Var að leita hvað gerðist næst á netinu. En finn það ekki. Megið alveg senda mér linkinn ef þið vitið hvar ég get fengið spoiler. :P

Byrja í flugnámi :) (6 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég er 14 ára að verða 15 og hef mikið verið að spá í að byrja kannski aðeins í flugskólanum eftir eftir áramótin en var að spá í eitt. Þarf maður eitthvað voðalega að vera klár til að komast inní flugskólann? Ég meina, var að lesa að það þyrfti 15 ein. í ensku, 12 ein. í stærfr. og 6 í eðlisfræði….eða taka inntökupróf. Ég meina, þarf maður að vera eitthvað súper góður í þessum fögum ef maður á að ná þessu inntökuprófi? Væri skemmtilegt að fá svör frá einhverjum sem vita...

Icelandair úr FS 2004 (1 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Icelandair boeing 737-800 að taka á loft frá Seattle INTL í FS 2004

Íslenski höbbalistinn? (10 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Er engin önnur síða sem er byrjuð að host-a íslenska höbba listann eftir að deilir.is hætti ?

Problem með FS 2004... (4 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég var að spá, ég fór inná netið og náði mér í Icelandair flugvél fyrir fs 2004 (boeing 737-800) og ég hef flogið henni mikið og allt gengur alltaf vel þangað til ég er lentur á flugvellinum sem ég ætla á. Þá gerist það að þegar ég ætla að taxa að gate-i þá hverfur stoppar alltaf vinstri hreyfill, þannig að t.d. þegar ég lendi þá er vélaraflið 69 á báðum vængjum en svo þegar ég minnka það er það enn 69 á vinstri vængnum meðan hægri hreyfill er kannski í 24, getur einhver hjálpað mér? :)

Vírusvörn... (8 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Komiði sæl. Ég var að spá hvort að þið vissum um einhverja fría vírusvðrn á netinu sem væri hægt að fá. Ég er búinn að vera með avast mjög lengi núna og hún hefur virkað mjög vel hjá mér en núna er ekki hægt að update-a lengur því að hún á bara að duga til 1 ágúst, (sem er í dag). Getiði látið mig fá linkinn þar sem ég get fengið vírusvörn?

Adblock fyrir Mozilla? (8 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Komiði sæl. Ég var að velta því fyrir mér afhverju ég get ekki notað adblock. ÉG er með Mozilla 1.0.4 og alltaf þegar ég reyni að ná í adblock þá kemur eitthvað error kjaftæði :S ? Einhver sem getur hjálpað mér ??

Skipta um user? (6 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hvernig skiptir maður um user í Mozilla firefox??

Vef TV (5 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ohh…af hverju er ekki hægt að velja sérstaka hluta af ísland í bítið sem maður vill horfa á :( ? …þátturinn byrjar alltaf uppá nýtt :S

WINRAR... (2 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Kann einhver að læsa heilum möppum með winrar? Alltaf þegar ég reyni það þá læsast bara allir fælarnir sem eru inní möppunni. Hjálp einhver?

Icelandair flugvél fyrir fs 2004? (7 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Komiði sæl. Getur einhver látið mig fá link þar sem ég get náð í Icelandair flugvél fyrir flight simulator 2004, helst án þess að þurfa á skrá mig inná síðuna?? :) takk fyri

SIRKUS? (7 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Jæja, nú er nýja sjónvarpsstöðin að fara í loftið á föstudaginn…en ég var að spá, næst þessi stöð bara á höfuðborgarsvæðinu eða um allt land?

Concorde flugslysið? (10 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég var að spá hvort einhver vissi um heimasíðu sem maður gæti horft á videoið af Concorde-slysinu? Það eru mörg ár síðan þetta gerðist en ég er búinn að prufa www.google.com en ég finn þetta ekki? Einhver hjálp?

USB tengin? (1 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þannig er að ég er með svona media bay framan á tölvunni minni. Í gær þá uninstallaði ég usb tengjunum í tölvunni og setti þau aftur upp, en þegar ég var búinn að því og restartaði þá voru þau ekki lengur inni. og svo alltaf þegar ég er búinn að setja þau upp, og sting einhverju usb í samband, þá kemur ‘found new harware’ og ég ýti bara á next, next, next endalaust en svo þegar ég er kominn í endann, þá kemur bara: "Cannot install this hardware, there was a problem installing this hardware...

Steffy? (3 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hvernig dó Steffy eiginlega? (dóttir Ridge og Taylor)?

FS 2004... (2 álit)

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Komið sæl Ég stúdera Flight Simulator frekar mikið og er alltaf að leita að fleiri leiðum til að gera hann skemmtilegri. Ég er ekki mjög klár á hann, t.d. kann ég ekki að stilla inn svona approach/ILS dæmið þarna svo að vélin stilli sig sjálf inná flugbrautina. Ég er svosem búin að finna að maður gerir það þarna í GPS tækinu en er ekki viss um hvernig. Ég er búinn líka að leita í þarna kennslunni í leiknum en ég bara næ þessu ekki :S. Getur einhver nokkuð hjálpað mér með þetta??

MSN 7,0 ?? (6 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Af hverju kemur alltaf “This file has been blocked because it is potentially unsafe.” þegar maður reynir að fá eitthvað sent í gegnum MSN 7,0? Er hægt að laga þetta?????

Könnunin! (4 álit)

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er allt í lagi sko að setja valkostinn “Nei” fyrir þá sem horfa ekki á þáttinn. Ekki koma með: “þá svararu ”annað“”.

Íslandsbanka auglýsingin!!! (4 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Djöfull fer hún í mig konan sem er í öllum “góðvild íslandsbanka”. Hún er með risa frekjuskarð og tennurnar eru númerum of stórar. Bara koma þessu frá mér :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok