Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Á að styta seasonið

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég er á því að það á að fækka liðum í úrvalsdeildinni um tvö og fella niður deildarbikarinn, ein bikarkeppni sem er tekin alvarlega er nóg! Hin bikarkeppnin er ekkert nema Mickey Mouse bikar enda sést það á liðinu sem Liverpool mætir í úrslitum!<BR

Re: Newcastle-menn í þrælabúðum

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Svona á að refsa mönnum!!!<BR

Re: Roma-Liverpool 0-2

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þetta var vissulega frábær leikur hjá Liverpool og stórkostleg úrslit, en menn mega samt ekki láta þetta stíga sér til höfuðs því það er stutt á milli hláturs og gráturs. Menn verða að vera á tánnum og gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum, hvort sem það er á móti Man. City eða Roma.<BR

Re: Samanburður deilda

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Tek undir það að enska deildin er heldur betur farin að láta kveða að sér að nýju eftir dapran áratug. Mikið gleðiefni og við vonum að þetta haldi áfram á þessari braut.

Re: Re: Ítölsku liðunum gekk ekki vel

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ekki bætti Roma neinu við framgang ítölskuliðanna í leiknum við Liverpool í gær, en Liverpool á reyndar allt hrós skilið fyrir framistöðu sína í þeim leik!

Re: Re: Re: Re: Dyer til Leeds í sumar.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nei, miðað við þær fréttir sem berast frá Englandi í sambandi við réttarhöldin, er Woodgate í vondum málum en Bowyer ekki. Það útskýrir líka kannski það að Bowyer er búinn að spila á meðan réttarhöldunum hefur staðið en Woodgate ekkert. En ég held samt að í fótboltanum í dag er enginn knattspyrnustjórinn hættur að kaupa, það vilja alltaf allir bæta það lið sem þeir eru með í höndunum á meðan það er til peningur.

Re: Re: Dyer til Leeds í sumar.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Auðvitað á hann eftir að breikka hópinn, það vantar t.d. hægri kanntmann í þetta lið, en það er enginn slíkur í liðinu. Bakke og Bowyer sem hafa spilað þá stöðu er báðir miðjumenn og ekki nógu góðir við að koma boltanum fyrir frá hægri, og er Dyer einmitt hugsaður sem þessi hægri kanntmaður sem Leeds er búið að vanta í mjög mörg ár.

Re: Re: Re: Re: Re: Wenger tilbúinn að hætta

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hehe það er gaman að ég get snert ykkur á þennan hátt, en nú langar mig aðeins að draga vitleysuna í mér til baka og tala af alvöru. Það sem mér leiðist mest við enska knattspyrnu í dag eru mikil kaup á erlendum leikmönnum. Lið eins og Chelsea og því miður að miklu leyti Arsenal líka stilla oft upp liðum sem varla er Englendingur í (sérstaklega Chelsea vill ég taka fram). Því miður virðist þetta líka ætla að vera raunin með Liverpool þó það séu einstaka sterkir og skemmtilegir bretar að koma...

Re: Re: Glennuleg föt....??

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég segi fyrir mitt leiti, stelpur, endilega gangið í þröngum fötum svo það sé meira gaman að skoða ykkur :o) Nei í alvöru talað þá eru þetta fáránlegir fordómar hjá öfundsjúkufólki, yfirleitt stelpum.

Re: Ítölsku liðunum gekk ekki vel

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það er sorglegt að segja þetta en Ítölsk knattspyrna er á niðurleið! Ég vona samt að þetta sé bara smá lægð sem þeir ná sér fljótt upp úr aftur.

Re: Listamenn eða fégráðugir aumingjar

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Já það er rétt hjá þér, knattspyrnan í dag snýst alltof mikið um peninga og alltaf verða fleiri og fleiri leikmenn sem spila bara fyrir peningana, sbr. Jimmy F. Hasselwanker :o) og margir fleiri. Félaga hollusta er að hverfa, sést helst hjá Liverpool og Man. Utd í dag að mínu mati. Þess vegna er mjög mikilvægt að setja einhverjar reglur á félagaskiptakerfið, en alls ekki að gefa það laust.

Re:

í Djammið fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Mikið er þetta girnilegt.

Re: Re: Re: Re: SMS á netinu

í Netið fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hvað meinaru með réttlátt, þið virðist sum hér halda að það sé ekkert einfaldara en að fara út í fyrirtækjarekstur með það að sjónarmiði að gefa alla sína þjónustu. Auðvitað ræður gróðasjónarmiðið, og það er ekki bara hjá Landssímanum, það er þannig hjá öllum fyrirtækjum! Ég verð að segja að mér finnst þetta ákaflega heimskuleg umræða, eða a.m.k. á heimskulegu plani.

Re: Re: Re: Re: Eins leikja bann fyrir brot í október

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Auðvitað sagði Dacourt að þetta væri saklaust, mennirnir eru bestu vinir! En það á samt að refsa mönnum fyrir að haga sér svona inni á vellinum, en það á líka að leiðrétta það ef dómarar gefa spjöld þegar vídeóupptökur sína að þeir hafi haft rangt fyrir sér og má enska knattspyrnusambandið taka það upp við allra fyrsta tækifæri.

Re: Re: Re: Re: Wenger tilbúinn að hætta

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Segðu voff

Re: Re: Wenger tilbúinn að hætta

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Booger, ekki er Arsenal heldur að “meika það”. Því miður er það bara Man. Utd. sem er að gera það, en þeir mega þó eiga það umfram Arsenal að spila skemmtilegan fótbolta og ég held að þeir væli meira að segja minna, þrátt fyrir Fergiscum.

Re: Roma ætlar að herma eftir Man U.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Lýst ekki á að knattspyrnan fari að snúast um “sell out” eins og allt stefnir í.

Re: Icewind Dale: Heart of Winter tilbúinn í kassann

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Djöfull eru þeir snöggir að þessu, og ég sem er rétt búinn með BGII og á eftir að fá mér Icewind Dale I. Þá er ekkert fyrir mig að gera nema að drífa mig út í búð og kaupa hann og drífa mig í að klára hann því þetta eru stórkostlegur leikjaheimur!

Re: Re: SMS á netinu og peningagræðgi Landsímans

í Netið fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Já það er töluverður kostnaður við að senda SMS, hvort sem það er af netinu eða ekki!!! Eina leiðin til að halda þessari þjónustu gangandi er að fá fyrirtæki til að auglýsa með þessu í stað þess að fara að rukka viðskiptavininn fyrir það. Það kostar mikið eins og þið ættuð að vita að reka net fyrir síma hvort sem það er Gsm eða heimasímar og það er ekki mikill hagnaður af SMS sendingum hjá Símanum. Svo er náttúrulega alltaf hægt að eyða skilaboðunum í stað þess að lesa þau til enda þegar...

Re: Wenger tilbúinn að hætta

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Burt með Wenger og má Arsenal liðið leysast upp við það :) Fyrir mitt leiti segi ég selja Martyn og fá fyrir hann góðan pening (maðurinn er 34 ára gamall) og gera Paul Robinson að aðalmarkverði!

Re: Re: Ólypískir hnefaleikar

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég get ekki séð að lögleiðing Ólympíkra hnefaleika hér á landi eigi eftir að auka ofbeldið í bænum um helgar. Þessir vitleysingjar sem fara í bæinn til að snapa sér slagsmál gera það hvort sem þeir mega æfa box eða ekki. Getur ekki líka verið að þetta verði leið til að losa um þessa spennu og ofbeldishneigð á betri hátt þ.e. með því að berja hvern annan á reglubundinn hátt með hjálma og boxhanska sér og öðrum til varnar?

Re: Re: nær beckham ein af þeim bestu

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þetta eru ummæli þessara ágætu manna um Beckham!

Re: nær beckham ein af þeim bestu

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
George Best hefur rétt fyrir sér! En hann er samt búinn að bæta sig mikið á þessu tímabili en ekki nóg til að vera einn af þeim allra bestu!

Re: Re: Eins leikja bann fyrir brot í október

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Viera er frábær leikmaður en kannski full kappsamur og þess vegna grófur á köflum. Hann er náttúrulega mjög skapheitur eins og við vitum en hann hefur róast mikið þegar liðið hefur á tímabilið og á hann vonandi eftir að halda áfram að þroskast hratt. En hvað varðar dóminn hér að ofan þá er hann engan veginn nógu harður. Viera skallaði Erik Bakke í leiknum og sparkaði í hálsinn á Dacourt og átti hann að fá beint rautt fyrir bæði atvikin og hefði það þýtt þriggja leikja bann. En eins og allir...

Re: Re: Ginola ekki í náðinni hjá Gregory

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ginola er snillingur það er engin spurning um það! Vandamálið er bara að hluta til það að Gregory vill vera maðurinn í sviðsljósinu og hetjan og þolir ekki að aðrir geti stolið senunni frá honum. Það að Gregory kallaði Ginola feitan er eitthvað það fáránlegasta sem maðurinn hefur sagt en ég held að enginn í Aston Villa liðinu sé eins skorinn og frakkinn góði. Hvað Graham og Ginola varðar hefur Graham aldrei þolað leikna og skemmtilega leikmenn sbr. það sem hann gerði við Yeboah hjá Leeds og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok