Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karat
Karat Notandi frá fornöld 4.538 stig

Jólasagnasamkeppni - úrslit (8 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum
Kæru jólabörn og aðrir notendur. Nú er jólasagnasamkeppninni lokið og aðeins eftir að finna út hver vinnur hana. Ég er búin að setja nöfn allra sagnanna sem taka þátt og höfunda þeirra á jólaáhugamálið og þar getið þið smellt á nafn hverrar sögu og lesið hana. Seint annað kvöld, þann 28. desember mun ég setja könnun á síðuna þar sem þið getið kosið þá sögu sem ykkur finnst eiga skilið að sigra. Könnunin mun að öllum líkindum standa yfir í tvo sólarhringa og ég vona að sem flestir greiði...

Gleðilega jólahátíð (8 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum
Kæru Huganotendur. Sem stjórnandi á áhugamálinu um jólin óska ég ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar. Megi jólin verða ykkur ánægjuleg og gæfurík og allar jólaóskir ykkar rætast. Ég vona að þið verðið dugleg að senda inn efni á jólaáhugamálið nú yfir hátíðarnar, því nú dafnar það best. Frestur á að senda inn jólasögur í jólasagnasamkeppnina rennur út á miðnætti í kvöld, aðfangadagskvöld. Listi yfir þær sögur sem taka þátt verður birtur bráðlega og síðan könnun þar sem þið veljið...

Jólasögur - samkeppni (0 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum
Þar sem jólasagnasamkeppnin endar á aðfangadag, næsta föstudag, langar mig bara að minna aðeins á hana ef einhverjir vissu ekki af henni. Nokkrar sögur hafa verið sendar inn en það væri gaman að fá nokkrar í viðbót í samkeppnina. Reglur má sjá undir tilkynningum á jólaáhugamálinu. Úrslit verða gerð kunnug þann 30. desember, en þann 29. verður könnun þar sem notendur velja bestu söguna í samkeppninni. Endilega verið með ef þið hafið gaman að því að semja sögur. Kveðja; Karat, stjórnandi á...

Hvernig á jólatréð að vera? (17 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum
Nú fer að styttast í það að fólk fari að huga að því að skreyta jólatrén sín. Ég er vön að skreyta tréð í vikunni fyrir jól og geri ráð fyrir að það verði fljótlega eftir næstu helgi þetta árið. Sumir skreyta jólatréð sitt þó ekki fyrr en á Þorláksmessu, en mér þykir í góðu lagi að skreyta það aðeins fyrr til að njóta þess lengur. Margar gerðir eru til af jólatrjám eins og þið vitið og misjafn er hvort fólk notar lifandi tré eða gervitré. Ég nota gervitré og geri það af nokkrum ástæðum sem...

Jólaljóð ársins 2004 - samkeppni (4 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Kæru jólabörn Eins og ég var búin að nefna um daginn verður haldin jólaljóðasamkeppni nú í desember á jólaáhugamálinu samtímis og haldin er jólasagnasamkeppni, sem er í fullum gangi. Þessi jólaljóðasamkeppni mun standa frá öðrum sunnudegi í aðventu til fjórða sunnudags í aðventu, þ.e. 5.- 19. desember og því vera styttri en jólasagnasamkeppnin. <b>Ath. byrjar núna um helgina</B>. Þann 20. desember verður gerð könnun þar sem notendur velja besta frumsamda jólaljóðið. Engar sérstakar reglur...

Jólasagnasamkeppni hafin, jólabarn dagsins byrjað (5 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Gleðilega aðventu :D Þetta er eiginlega ekki grein, en til að allir sjái hvað er að gerast á áhugamálinu um jólin ætla ég að skrifa smá texta. Jólasagnasamkeppnin er hafin frá og með deginum í dag og þegar hafa tveir höfundar sent inn sínar sögur. Ég hvet alla sem hafa gaman að því að semja sögur til að vera með. Það væri gaman ef þið mynduð segja hvað ykkur finnst um hverja sögu og nota t.d. viðmiðin sem ég setti fram (sjá tilkynningar). Núna hefur fyrsta jólabarn dagsins birst á...

Jólasagnasamkeppni (11 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jólasagnasamkeppni Kæru notendur Jólasagnasamkeppni verður haldin á jólaáhugamálinu á aðventunni 2004. Keppnin mun standa yfir dagana 28. nóvember til 24. desember. Þeir sem ætla að taka þátt í jólasagnasamkeppninni verða að skrifa neðst á eftir sögunni: þessi saga á að taka þátt í jólasagnasamkeppninni. Með þessu móti geta notendur séð hvaða sögur taka þátt í keppninni og hverjar ekki (ef einhver sendir inn sögu en kýs að taka ekki þátt í keppninni). Reglurnar eru einfaldar. Þið semjið...

Jóla, jóla, jóla (3 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Nú verður sífellt styttra til jóla og það kemur betur og betur í ljós með degi hverjum. Verslanir eru farnar að selja jólavörur og eru margar hverjar búnar að skreyta hjá sér. Ég hef meira að segja séð jólaljós í nokkrum gluggum nú þegar og finnst það bara svolítið notalegt svona í mesta skammdeginu. Jólaáhugamálið hefur smátt og smátt verið að fara í gang og fólk fer senn að huga meira og meira að jólunum, þó að sumum finnist það kannski aðeins of snemmt enn þá. Fyrsti sunnudagur í aðventu...

Konfektgerð (6 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Fyrir jólin er gaman að búa til sitt eigið jólakonfekt. Það er líka skemmtilegt að gefa konfekt sem maður hefur sjálfur búið til. Síðasta þriðjudagskvöld fór ég á konfektkvöld í Húsasmiðjunni. Það kom kondidormeistari sem heitir Halldór þangað og var með sýnikennslu. Hann kenndi aðferðir við að búa til konfekt. Þetta var rosalega skemmtilegt. Maður fékk að smakka allar fyllingarnar sem hann bjó til og síðan þegar konfektið var tilbúið fengu allir að smakka nokkra mola. Síðan fengu þeir sem...

Jólakort (5 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Á morgun fer nóvermbermánuður í hönd og þá fer að styttast í að fólk fari að huga að jólakortunum. Jólakortin berast á milli manna í desember og Póstinum þykir mjög þægilegt þegar fólk er snemma í því að senda jólakortin, sérstaklega þegar senda á til útlanda og oft fjarlægra heimsálfa. Þetta segi ég sem gamall starfsmaður hjá Póstinum, en fyrir nokkrum árum vann ég við að bera út jólapóstinn. Þá var mikið að gera og mikið fjör á pósthúsunum. En ég ætla nú ekki að tala um bréfbera eða...

Rauð eða hvít jól? (42 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þegar ég var lítil þá fannst mér að það ætti að byrja að snjóa þann fyrsta september af því að þá fannst mér að veturinn ætti væri kominn. Ég sat stundum við gluggann og beið og beið eftir fyrstu snjókornunum, sem vanalega létu samt ekki á sér kræla fyrr en undir lok októbermánaðar. Þetta var svona svipað og þegar maður á þessum sömu árum starði á hitamælinn og heimtaði að fara í stuttbuxur um leið og mælirinn sýndi 15°C. Þegar maður var lítinn vildi maður hafa snjó á veturna og sérstaklega...

Hugmyndir að jólaföndri (11 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Núna þegar nær dregur jólum er upplagt að fara að föndra. Sumir hafa líka nógan tíma þessa dagana og geta eytt tíma sínum í t.d. að föndra eitthvað skemmtilegt. Það er vissulega hægt að kaupa sér allskonar sniðugt og skemmtilegt jólaföndur í verslunum í dag. Ýmsar búðir eru byrjaðar að auglýsa og selja jólaföndur og það er allt saman gott og blessað en stundum er líka skemmtilegt að föndra bara sjálfur frá grunni. Mig langar til að koma með nokkrar hugmyndir að jólaföndri sem allir ættu að...

Nú fer að styttast í jólin (4 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Kæru jólabörn Nú fer að styttast í jólin og ég hef tekið við sem stjórnandi á áhugamálinu. Ég vonast til að þið sem eruð jólaálfar eins og ég farið nú að taka við ykkur og byrja að hugsa til jólanna. Endilega sendið inn greinar, kannanir, korka og fleira. Í ár verður líka jólabarn dagsins valið og ég vil biðja þá sem hafa áhuga að svara spurningunum á áhugamálinu og senda til mín. Ég vonast til að geta byrjað á jólabörnum dagsins ekki seinna en þann fyrsta nóvember n.k. Ég vil biðja ykkur...

Uppáhalds persónan mín - Legolas (12 álit)

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Uppáhalds persónan mín – Legolas Jæja svona til að halda áfram greinaskrifum á áhugamálinu ætla ég nú að fjalla örlítið um uppáhalds persónuna mína í Hringadróttins sögu, álfinn Legolas. Til að byrja með koma hér nokkrar staðreyndir um Legolas. Legolas var sindarin álfur, þ.e. hann var af þeim stofni álfa sem ekki höfðu ferðast til Valalands á forndægrunum. Þess er ekki getið í bókum Tolkiens hvenær Legolas var fæddur en það kemur fram í viðauka Hringadróttins sögu að eftir að Aragorn...

Um Vala (6 álit)

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Um Vala Hér á eftir ætla ég að fjalla í stuttu mála um Valana, en það er til þeirra (til Valinor) sem Álfarnir sigla þegar þeir halda til vesturs. Valarnir tóku mjög virkan þátt í því að skapa jörðina og mætti því líta á þá sem nokkurs konar guði, eða í það minnsta verndara jarðarinnar. Er, hinn eini Alfaðir, skapaði jörðina; Ördu með aðstoð tónlistar Ænúanna. Alfaðir sýndi Ænúunum jörðina og bauð þeim sem vildu að fara þangað niður og skapa ásýnd hennar, en þangað ætlaði hann að senda börn...

Fæðing Venusar (6 álit)

í Myndlist fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fæðing Venusar er eitt þekktasta málverk Sandros Botticellis (1446-1510) sem var ein af hinum svokölluðu flórensku listamönnum. Málverkið lýsir heiðinni goðsögn af fæðingu Venusar, ástargyðju Rómverja og er málað með temperalitum á striga. Á myndinni sést að Venus hefur stigið upp úr hafinu á hörpudiski og vindarnir blása honum áfram og rósir falla af himnum ofan, en vestanvindurinn og Flóra birtast eins og englar til hægri við Venusi. Með Venus á myndinni er einnig gyða nokkur sem tekur á...

Ættir Arwenar í kvenlegg (10 álit)

í Tolkien fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Mig langaði til að skrifa smávegis um konur sem tengjast Hringadróttins sögu og ákvað að skrifa um Arwen og ættir hennar í kvenlegg, þ.e. þær Celebrían, Galadríel og Eärwen. Arwen Arwen Undómiel var dóttir Elronds og Celebrían. Arwen eyddi fyrsta hluta ævi sinnar í Lothlórien, þar sem móðurfjölskylda hennar bjó. Í TA 2951 fór hún að heimsækja föður sinn í Rivendel og hitti þar Aragorn og urðu þau ástfangin. Aragorn kom síðan til Lothlórien í TA 2980 og hittust þau þá aftur og ákváðu að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok