Þar sem ég var að tala um að við aðdáendur Tolkiens myndum gera eitthvað hér til að halda þessu áhugamáli okkar gangandi ætla ég að koma með eina grein. Síðasta sumar skrifaði ég grein um Arwen og ættir hennar í kvenlegg. Nú ætla ég að halda áfram að fjalla um konurnar, en þær eru ekki svo margar í ritum Tolkiens. Nú ætla ég að fjalla örlítið um ömmu Arwenar, drottninguna íðilfögru, Galadríeli og byrja á að fjalla um uppruna hennar. Galadríel lítur ekki út fyrir að vera amma nokkurs, en þó...