Kæru sápuunnendur. Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir samskiptin á árinu sem var að líða. Fyrir allt efnið sem þið hafið sent inn og skemmtilegar umræður. Við erum búin að vera dugleg á árinu sem leið, við rifum áhugamálið upp eftir mikla lægð. Í dag er það í hópi vinsælustu áhugamálanna á Huga, þó svo að síðustu 2 mánuðina höfum við verið léleg í því að skrifa nýjar greinar. En við skulum standa okkur betur á árinu sem nú er hafið og halda okkar striki. Ég hlakka til að halda áfram með sápurnar...