Mig langar að nefna það svona til gamans að leikarinn Jessie Spencer sem við þekkjum best sem Billy Kennedy er farinn að leika í þáttunum House á Skjá einum. Í House leikur hann Dr. Robert Chase. Ég var svolítið hissa þegar ég sá hann, því hann hefur breyst frekar mikið. Mér finnst hann hafa breyst til hins verra útlitslega, hann var svo sætur strákur í Nágrönnum en núna er hann frekar langur og mjór með hárið allt út í loftið. Á meðan ég horfði á þáttinn hugsaði ég “hann er orðinn læknir...