Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Blóðdropi II - sautjándi hluti (2 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hann lagði töskuna hennar frá sér á þungt marmaraborð. ,,Þú færð herbergið þarna’’ hann benti á kósý, lítið herbergi við hliðina á baðherberginu. Hún greip töskuna sína og gekk inn í herbergið. Glugginn var hringlaga og hátt uppi. Sólin lýsti upp margra mánaða ryk og minnti hana á herbergið sitt í gamla húsinu. ,,Ég gleymdi alveg að spurja þig. Hvað heitirðu?’’ spurði hún og sneri sér að honum þar sem hann fylgdist með henni skoða eldgamla, gráa koju. ,,Kobbi’’ svaraði hann stuttlega....

Sögurnar mínar (5 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Venjulegt líf er of venjulegt fyrir mig. Ég á mjög erfitt með að skrifa sögu og halda mig við það sem gerist í raunveruleikanum. Ég held ég hafi verið sex ára þegar á skrifaði fyrstu söguna. Hún var sex línur og tók mjög á skriftar- og leshæfileika mína. Hún var um fugl sem verpti sex eggjum en köttur kom og át tvö. Kötturinn giftist síðar fuglinum og þau eignuðust tvö ný egg í staðin fyrir brotnu eggin x) Skáldhæfileikar mínir virtust blossa upp úr þurru þegar ég var orðin átta ára. Ég er...

Blóðdropi II - sextándi hluti (1 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Það var liðið hálft ár síðan hún sá Krumma síðast. Ferlega hafði margt breyst! Hún leit út um gluggann á unglingavistinni og reyndi að heyra ekki í skrækjandi stelpunum sem voru með henni í einu stelpuherberginu. Það var ekkert svo auðvelt. Mamma hennar hafði fundist, ein, skjálfandi í kuldanum fyrir utan matvöruverslun að betla mat. Hún var lengi að gefa lögreglunni eitthvað upp en sagði á endanum að hún hafði drepið hann í brjálæðiskasti. Hún var í fangelsi í tvo mánuði en var svo færð...

Blóðdropi II - fimmtándi hluti (1 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hún var bundin kyrfilega við Krumma þegar hún rankaði við sér. Hann virtist sofandi í fyrstu en leit samt á hana þegar hún fór að hreyfa sig. Vabra var að öskra á eitthvern í símann. ,,…hvað gerðirðu við silfurkúlurnar, hálfvitinn þinn?’’ gargaði hún og beið í smástund eftir svari ,,hélstu að ég þyrfti þær ekki? Hvað á ég að gera núna? Í þokkabót er hún vöknuð sé ég núna, komdu þér hingað á stundinni, helst með aukaskot til að ég geti losað mig við þig’’ Hún hló þegar eitthver afsakaði sig...

Blóðdropi II - Fjórtándi hluti (2 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Lífið var orðið svo auðvelt og einfalt skyndilega að það var næstum óhugnalegt. Vabra nefndi að í nágrenninu væri fínn skóli sem þau gætu byrjað í þegar þau væru tilbúin. Valbrá gekk oft um bakgarðinn með Snorra. Garðurinn var girtur með hárri gaddavírsgirðingu og hliðið sem lá úr honum var rafmagnstengt. Þegar þau voru búin að vera í einn mánuð hjá Vöbru var kominn miður febrúar. Snorri var beðinn um að skreppa út í búð að kaupa það helsta sem vantaði. Búðin var í hálftíma göngufæri svo...

Blóðdropi II - þrettándi hluti (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Vala var aldrei söm eftir að einkasonur hennar fannst hvergi. Hún kenndi Hring um. ,,Þú hræddir hann! Þú hefðir átt að gefa honum þessa minnisbók seinna, hann þarf ekkert á henni að halda núna. Þú hefur hrætt hann burt frá okkur, aumingja drenginn’’ reifst hún grátklökk. ,,Vala, ég gerði það sem ég taldi rétt, kannski langaði honum að breyta til. Ég veit að þetta er ekki mér að kenna!’’ sagði hann pirraður. ,,Víst er þetta þér að kenna, núna er strákurinn minn eitthverstaðar úti, blautur og...

Blóðdropi II - tólfti hluti (8 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
,,Hvert eigum við að fara? Ég get ekki farið heim! Foreldrar mínir eru týndir eitthverstaðar og mig langar heldur ekki að fara til þeirra. Hvað með þína?’’ Valbrá sparkaði harkalega í stein. ,,Þau urðu úti uppi á fjöllum og hafa ekki fundist síðan. Ég er líka sá síðasti í minni ætt, báðar ömmurnar og afarnir dánir, á engin systkin og bæði mamma og pabbi voru einkabörn.’’ Hún yppti öxlum. ,,Ég á systur…eða mamma mín á systur. Hún er víst dálítið skrýtin, var miðill en skipti yfir í hálfgerðan...

Blóðdropi II - ellefti hluti (4 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
,,Þó við séum það sama þýðir það ekki endilega að mér líki við þig!’’ segir hann pirraður. ,,En ég er svo hrædd, ég veit bara ekkert hvað ég á að gera. Ég er að drepast mig vantar svo…’’ hún horfir á hann með tárin í augunum. ,,Bara svo þú vitir það ertu búin að eyðileggja öll plön mín! Þetta getur ekki verið að gerast!’’ Hann kippir lítilli bók upp úr vasanum. Hún er með harðri, skærgrænni kápu með mynd af sól. Kápan er vel með farin en blaðsíðurnar eru augljóslega mikið flettar því þær...

Blóðdropi II - tíundi hluti (3 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Ásta elti Sögu niður í miðbæinn. Strákarnir sem voru með þeim í hóp voru sífellt að labba frá þeim og komu svo aftur stuttu seinna. ,,Saga, ég er ósátt’’ sagði hún þegar þeir voru farnir í þriðja sinn. ,,Þá hefðirðu átt að segja það áðan’’ sagði Saga sviplaust og gekk inn í litla grínbúð. ,,En það er of vandræðalegt’’ Ásta hoppaði upp þessar þrjár tröppur sem lágu að búðinni í einu stökki og gekk til Sögu þar sem hún stóð og skoðaði fýlubombur. ,,Nú?’’ Saga setur tvær bombur í körfuna og...

Blóðdropi II - níundi hluti (4 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 9 mánuðum
,,Þetta byrjaði allt þegar Anna Dóra byrjaði í bekknum’’ hóf hann söguna og gróf vasahníf upp úr vasanum. Hún lá á bekk inni í búningsherberginu og beið skelfd eftir því sem hann myndi gera. ,,Hún var svona, sæt og glaðleg og heillaði alla strákana án þess að skammast sín. Við urðum hálfgerðir vinir í laumi og á endanum kærustupar en ákváðum að segja engum af stelpunum neitt til að þær yrðu ekki afbrýðisamar út í hana því þeim langaði öllum að vera á föstu með mér samkvæmt Önnu’’ hann...

Blóðdropi II - áttundi hluti (1 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Valbrá settist hjá Snorra sem var skolhærður strákur með hárið upp í loftið. Hann leit ólýsanlega glaður á hana. ,,Hæ!’’ sagði hann ákafur og færði sig nær henni. ,,Hæ’’ svaraði Valbrá hissa og klæddi sig í skóna. ,,Drífa sig svo fólk! Við höfum bara hálfan daginn í þetta!’’ gargaði ljóshærða stelpan sem hét víst Linda. ,,Hvað erum við að fara að gera núna?’’ spurði Valbrá Snorra og stóð á fætur. Hann stóð líka á fætur og þau gengu hlið við hlið út um dyrnar. ,,Í dag göngum við um bæinn,...

Skuggi (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Kisan mín á uppáhalds lúrustaðnum sínum.

Blóðdropi II - sjöundi hluti (3 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Valbrá vaknaði við snökt. Þær stelpurnar höfðu spjallað fram eftir nóttu og hún hafði lært öll nöfnin og meira um flökkulífið. Hún hafði sofnað hlægjandi. ,,Hver er að gráta?’’ hvíslaði hún út í kolniðasvart myrkrið. ,,Ég’’ sagði aumleg rödd Sögu. Valbrá reis upp úr dýnunni sinni læddist til hennar og skreið upp í rúm Sögu. ,,Hvað er að?’’ spurði Valbrá. ,,Hann er kaldur sem ís og harður sem steinn. Eins og hann var mjúkur og góður áður en hún kom. Áður en hún kom’’ sagði hún lágri,...

Blóðdropi II - sjötti hluti (6 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
–6 Þegar þau komu á staðinn reyndist ‘heimili’ hópsins bara vera tvö herbergi á gistiheimilinu. Eitt fyrir stelpur og eitt fyrir stráka. Stelpuherbergið var minna því stelpurnar voru fjórum færri. Valbrá elti þær inn í herbergið. Það brakaði í gömlu parketinu sem var grátt á litin. Veggirnir voru kremlitaðir, höfðu sennilega eitthverntíman verið hvítir en byrjað að gulna með tímanum. Í herberginu voru þrenn rúm. Stelpurnar voru sex og skiptust á að sofa í rúmunum. Þær hjálpuðu Valbrá að koma...

Blóðdropi II - fimmti hluti (2 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
–5 Þau tóku neðanjarðarlestir þar til þau voru komin í annan bæ, marga kílómetra frá heimili hans. Þau sögðu fátt þar til hungrið fór að segja til sín. ,,Djöful er ég svangur’’ sagði Krummi og rauk inná næsta skyndibitastað og Valbrá elti hann hræðslulega. Hún greip í hann þegar henni varð litið á stóran flatskjá þar sem fréttirnar voru sýndar, það var verið að lýsa eftir þeim. ,,Komdu út, á stundinni’’ muldraði hún í eyrað á honum og dró hann út. Þegar þau voru komin út hrinti hann henni...

Blóðdropi II - fjórði hluti (13 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Daginn eftir kom læknir og skoðaði hana og gaf henni verkjalyf. Hann sagðist ætla að koma bráðlega aftur til að skipta um umbúðir. Þegar hann var farinn rankaði hún við sér og fékk spurningaflóð yfir sig. ,,Varstu bundin?’’ spurði Finnur þegar hin þögðu í smástund. ,,Já’’ sagði hún rámri röddu og þvingaði sig til að kyngja þrátt fyrir sársaukann. Hún var með ljótan, þurran hósta. ,,Afhverju?’’ spurði hann. Hún bara leit á hann, hristi hausinn og lyngdi svo aftur augunum svo þung augnlokin...

Blóðdropi II - þriðji hluti (1 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Hún hrökk upp klukkan þrjú um nótt við vælið í eina reykskynjaranum í húsinu. Hún ætlaði að stökkva á fætur en uppgötvaði að hún var bundin við fataskáp sem var innbyggður í vegginn. Hendurnar voru bundnar saman og það sama var að segja um lappirnar. Hún gerði tilraun til að losa hnútinn en það virkaði ekki. Hjartað hamaðist í henni þegar hún sá að logarnir höfðu komist í gegnum hurðina. Þeir flöksuðu til í vindinum sem smaug inn um gluggann sem var enn opinn eftir gærdaginn. Í örvæntingu...

Jólatréð okkar - keppni (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Þegar gervijólatréð okkar hreinlega brotnaði í sundur þegar hundurinn stökk á það tók pabbi bara upp stóru sögina og tilkynnti okkur að núna væri komið að tréleiðangri ársins. Það voru tveir dagar í jólin og ökkladjúpur snjór, frekar lyngt og heiðskýrt. Við settum kakóbrúsa og samlokur í skottið ásamt söginni og lögðum svo af stað á bláa fjölskyldubílnum. Mamma heimtaði að vera bílstjórinn enda hikar pabbi ekki við að leika sér í hálkunni. Hann hefur margsinnis neitað beiðni móður minnar um...

Svefngengill (6 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Heiða litla systir mín gengur oft og talar í svefni. Það er stundum pirrandi því hún kemur alltaf inn í herbergið mitt og vekur mig með undarlegu blaðri. Samt hef ég oft spjallað við hana og hlegið mikið enda athugasemdir hennar út í hött. Eftirminnilegast er þó þegar ég vaknaði við að hún væri að gramsa í skápnum mínum. -Hvað ertu að gera? spyr ég -Ég finn ekki bíllyklana, ansar Heiða. -Þú ert níu ára og kannt ekki að keyra! segi ég. -Það er vegna þess að kexið er búið, muldrar hún og...

Blóðdropi II - annar hluti (8 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
–2 Það var laugardagusmorgun þegar hurðinni var hent upp á gátt, eins og flesta morgna, svo hún stakk músinni í vasann í flýti. Hann birtist í gættinni með dagblaði í hendinni. ,,Hvað í andskotanum! Þú ert eftirlýst heimski krakki!’’ frussaði hann. Mamma hennar stóð skjálfandi fyrir aftan hann. Hann henti blaðinu til hennar og hún las stutta grein á forsíðunni með óljósri mynd af henni liggjandi á götunni. Greinilega tekin á síma. Þarna var viðtal við manninn sem keyrði á hana og hann hvatti...

Blóðdropi II - fyrsti hluti (11 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Hugmynd að nýju nafni væri vel þegin XD –1 Sólin skein inn um gluggann á litlu herbergi í hvítu húsi með stórum garði. Hún lýsti upp rykið svo stelpunni sem sat á rúminu hryllti við. Hún hafði ekki vitað að það væri svona mikið af ryki hérna. Hún lagðist á magann og svipaðist um eftir músinni sinni og sá hana loks í búrinu sínu, étandi. Stelpan hló hátt af ánægju og gekk að búrinu og tók músina upp og settist svo aftur á rúmið með músina í fanginu. Þetta var hvít mús með skærrauð augu sem...

Hár? (20 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Eftir ekkert of góðar viðtökur frá andlitslausu myndunum mínum breytti ég einni myndinni. Strokaði út hárið og gerði það upp á nýtt og teiknaði á hana andlit. Ég veit að eyrað er ALLT OF lítið en það varð bara að velja milli þess að hafa risastórt eða svona því ég er ómöguleg í eyrum. Mig langar mest í álit á því hvernig mér tókst að hafa hárið á henni! Gerði eins og flestir sögðu; teikna höfuðkúpuna fyrst…

Blóðdropi tvö... (7 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Ég er aðeins byrjuð á númer tvö og mun setja fyrsta kaflann inn bráðlega. Ég mun ekki vera neitt ofsalega dugleg því ég hef ekki mikinn tíma í það. Hér er smá ‘'trailer’' úr sögunni; Sólin skein inn um gluggann á litlu herbergi í hvítu húsi með stórum garði. Hún lýsti upp rykið svo stelpunni sem sat á rúminu hryllti við. Hún hafði ekki vitað að það væri svona mikið af ryki hérna. Hún lagðist á magann og svipaðist um eftir músinni sinni og sá hana loks í búrinu sínu, étandi. Stelpan hló hátt...

Blóðdropi - tuttugasti hluti (14 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Þetta er síðasti hlutinn sem ég mun senda hérna inn í bili. Kannski byrja ég aftur á næsta ári en þá örugglega bara á síðunni minni. ,,Vala ég ætla að segja þér sögu’’ sagði blíðleg rödd. Hún kinkaði kolli og lokaði augunum og naut þess að láta lækinn leika um lappirnar á henni. Hún lá á bakinu á bakkanum og hafði brett buxurnar upp að hné og stungið löppunum ofan í volgan lækinn. Hringur sat við höfuðið á henni og strauk henni um andlitið. Rétt hjá þeim lá Krummi á flísteppi, undir stóru...

Blóðdropi - nítjándi hluti (0 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum
Úff, kennarinn minn er pínu kreisí í jólaprófaundirbúningi. Er með verki í öxlunum og bakinu eftir að hafa borið skólatöskuna sem er full af heimavinnu XD. Tókst samt að skrifa smá af og til, þetta er samt dálítið stutt en það er allt í lagi? – Hringur lagði frá sér lyklana á lágt glerborð í andyrinu. Það glamraði í þeim en það yfirgnæfði ekki vælið í Krumma. Hann og Vala voru ein heima með honum núna því allir voru eitthverstaðar úti. ,,Vala? Ég er kominn heim!’’ kallaði hann og gekk upp...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok