Mallorca. Ef þú ert að fara á Playa de Palma þá er stutt að skreppa til borgarinnar Palma, en þar búa svipað margir og á Íslandi. Þar finnurðu búðir eins og Zöru, H&M, Mango, Sisley, Vila ofl.
Málið er einmitt það að fólk á ekki að pæla mikið í henni eftir á. Hún á ekki að skilja mikið eftir sig. Ég hefði frekar viljað fara ein á 300 til að hún væri einungis upplifunin sem hún á að vera. Það að vinkona mín var sífellt að pota í mig með eitthver komment var rosalegt. Það eina sem myndin skildi eftir sig hjá mér var viss andagift…og að mig langaði skyndilega í heitan helmassaðan hermann :) Þetta er ein mesta skemmtun sem ég hef upplifað í bíó… nægt ofbeldi og nekt í samspili við...
Ég er alveg 100% sammála þér. Fólk má ekki taka myndir sem þessa of alvarlega. Það má ekki pæla of mikið í þeim. 300 er byggð á myndasögu og tekst ætlunarverkið fullkomlega. Hún er töff, hröð, kraftmikil og algjört konfekt fyrir augað. Ofbeldi og nekt undir powerful tónlist með gríðarflottu ‘umhverfi’, búningahönnun og frábærri kvikmyndatöku. Þetta er ekki innihaldsrík mynd. Bara 100% frábær skemmtun.
Já það kom kannski fyrir í þessari einu spurningu að við fengum stig sem við áttum ekki að fá…en MH fékk ca. 4 stig í hraðaspurningum sem þeir áttu ekki að fá vegna þess að þeir görguðu bara nokkur svör í von um að eitthvað væri rétt…og það voru dæmd stig á þá. Við unnum ekkert á neinu svindli. Við unnum þrátt fyrir svindl.
Ég get haft gaman af mörgum rómantískum gamanmyndum… …en wedding date fannst mér svo leiðinleg og fyrirsjáanleg að mér finnst eiginlega orðið ‘hallærisleg’ summa það best upp hvað mér fannst um hana :s
Það er aldrei talað um neina orrustu í endann…en samt er rosalegt lokauppgjör milli 2 stríðsmanna. Það er fylgst með sömu tveimur persónunum út í gegn um söguna og leiðir hvert atriði að öðru. Myndin er ótrúlega falleg, guðdómlega tekin, vel leikin og með góðri en einfaldri sögu… spilar á allan tilfinningaskalann. Erum við örugglega að tala um sömu myndina…??
Málið er að strákurinn var ekki að grínast…hann ruglaðist á þessu. Sem er samt vel skiljanlegt og hann tók því vel þegar fólk fór eitthvað að hæðast að honum.
En þegar að MH-liðið kom alltaf með 2 mismunandi svör við hverri hraðaspurningu og ef annað var rétt þá fengu þeir stig…? Það er ekkert minnst á það sem neitt óréttlæti?
MH er almennt öflugri í þessari keppni en MK, en málið er að MK svaraði einmitt öllu mjög snemma og komu með langar tölur fylltar af fróðleik…svöruðu oft 90% af spurningunum fyrir MH liðið sem þurftu oft bara að setja punktinn yfir I-ið. Það má vel vera að MH hafi vitað full svör við öllum þessum spurningum, en það krefst samt engrar svaðalegrar hæfni að mála hús sem aðrir hafa byggt frá grunni.
Í hraðaspurningum svöruðu líka alltaf a.m.k. 2 meðlimir MH liðsins í einu…með sitthvort svarið. Ef annar aðilinn kom með rétt var dæmt stig á MH þannig að þeir höfðu tvöfaldan möguleika MK á að ná réttu úr hraðaspurningum ef þannig er á það litið :) Gaman líka hvað margir í MH mættu með það hugarfar að þeir væru að fara að keppa við leikskólann Kópastein en ekki skóla á framhaldsskólastigi. Heyrði ca. 7x í kring um mig í salnum frá MH-ingum “MK Hvað?!” Þær raddir þögnuðu skemmtilega...
Heh ég er að segja þér það að ég kann að meta fallega skó, veski o.s.frv. En meðan að vinkonur mínar safna skópörum í tugatali…safna ég kjólum. Og er sátt við það…hef alltaf eitthvað að vera í ;)
Ég á meira en nóg af kjólum, þar sem ég á ca. 25 stykki í fullri notkun… …en það breytir því ekki að mig langar alltaf í meira :) Ég viðurkenni það fúslega að ég á við fíkn að stríða, en ég hef lítinn áhuga á að ráða niðurlögum hennar heh
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..