Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kallisto
Kallisto Notandi síðan fyrir 20 árum, 3 mánuðum 36 ára kvenmaður
332 stig
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'

Re: Tony&Gay

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það getur svosem vel passað. Samt sem áður varst þú að borga 11.000 fyrir 1 lit og sjampó, en þær voru líka að borga fyrir aukalit og klippingu.

Re: Símaauglýsingin með Jesú og Júdas

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Vísindin afsanna nú ekki að Jesú hafi verið til… …þau afsanna hins vegar að hann hafi gengið á vatni og breytt vatni í vín.

Re: Símaauglýsingin með Jesú og Júdas

í Deiglan fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mér finnst húmor vera af hinu góða. Ég trúi á guð sem gott afl… …sem þar af leiðandi hafi húmor. Fólk má hvorki taka sig né trú sína of alvarlega, þannig hefjast illdeilurnar.

Re: Owen Wilson

í Fræga fólkið fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Var ekki að svara þér. Lærðu að skilja hæðni.

Re: Tony&Gay

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hérna erum við með klippingu inni í dæminu… fleiri en einn lit, þ.e. skyggingu… auk þess er líklegt að þær séu með síðara hár en þú.

Re: Tony&Gay

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hef bara heyrt góða hluti svo lengi sem þú ert tilbúin að greiða mikinn pening fyrir toppþjónustu. Ef þú ert að leita að klippingu+litun á 12000kall er þetta ekki málið… Vinkonur mínar hafa greitt hátt í 20.000 fyrir þjónustuna þarna… en eru samt alltaf það sáttar með viðmót og vinnubrögð að þær fara aftur :)

Re: Owen Wilson

í Fræga fólkið fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Vegna þess að sjálfsmorð er í góðu lagi og enginn missir ef að einstaklingurinn er ekki með áberandi hæfileika?

Re: The Sting

í Teiknimyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Frábær… einn af mínum uppáhalds. Svo twisted, súr og hálf creepy en um leið hlýr og með endi sem fær mig til að brosa og segja ‘awwww’

Re: Jack nicholson!

í Fræga fólkið fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hann er klárlega maðurinn

Re: Hvernig föt klæðist þú?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Fötum sem mér finnst flott.

Re: Af hverju era stelpur allt niður í 10 - 11 ára byrjaðar að mála sig?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Vil benda á það að barnaperrar eru veikir í höfðinu, og það er fáránlegt að þú teljir að druslulegur klæðnaður mögulegra fórnarlamba sé eitthver factor. Það er eins og að stelpu/ungri konu sé nauðgað og það sé sorlegt og ógeðfellt… en hún hefði nú samt alveg mátt sleppa því að vera í svona stuttu pilsi. Nauðgun snýst um drottnun, ofbeldi og það að hafa fullkomið vald yfir fórnarlambinu… þær eru oft ekki einu sinni kynferðisleg upplifun fyrir gerandann… útlit fórnarlambsins kemur málinu engan...

Re: Fullt verð fyrir misheppnaða litun + auka fyrir lögun?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Menntuð hárgreiðslukona mundi harðbanna þér að nota djúpnæringu daglega. Það rústar á þér hárinu. Þannig að annaðhvort er þetta misskilningur eða þessi dama er meira en fáviti.

Re: Fullt verð fyrir misheppnaða litun + auka fyrir lögun?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég hef aldrei heyrt neikvæða dóma um Tony&Guy, ástæðan fyrir því að þeir geta haldið háu verðlagi: Þeir einfaldlega skila sínu og vel það.

Re: SimsLove

í The Sims fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta er svæði til að ræða Sims, ekki einstaklinga. Viðkomandi notenda má finnast þetta í góðu lagi, en mér finnst þetta vera óviðeigandi og kjánalegt umræðuefni. Núna er ég ekki að drita þig niður og spurja “AFHVERJU ERTU ALLTAF AÐ SPYRJA EITTHVAÐ SVONA?” eins og þú orðar það sjálf… en notendur eru ekki umfjöllunarefni nema í prívat samræðum milli einstaklinga, ekki sem þráður inni á Huga!

Re: Hver hefur lesið bókina oftast? *enginn spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Skil þig :) En jámm annars er Jeremy Irons með helvíti góða rödd í svona lagað.

Re: Hver hefur lesið bókina oftast? *enginn spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Vissi ekki að Jeremy Irons hefði nokkurn tíma lesið Harry Potter inná hljóðbækur….

Re: Hver hefur lesið bókina oftast? *enginn spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Svolítið kjánalegt kannski að hlusta á sögu um Englendinga, Skota ofl. sem tala með ýmsum breskum mállýskum og hreimum… allir með heavy amerískum hreim :/

Re: Þríleikur Dauðans!

í The Sims fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Sá þessa grein á forsíðunni og hugsaði ‘Hahaha fífl að hafa óvart sent /kvikmyndir grein inná /sims… nú skal sko kommentað á ÞETTA’ Ét það ofaní mig :) Áhugaverðasta grein sem ég hef lesið á /sims… og ég hef lesið þær skammarlega margar.

Re: Í hverju ætlið þið að vera?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
hehe kannast við þetta :)

Re: Í hverju ætlið þið að vera?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Allt í einu er maður kominn á 4. ár og er ein af sjaldgæfu risaeðlunum sem sjást á göngunum af og til… man eftir þessu liði þegar ég var busi. Þau sáust sjaldan og maður tók alltaf eftir þeim… komu með kaffi inn í tímana og þekktu alla kennarana eins og fjölskyldumeðlimi. Trúi því ekki að ég sé orðin ein af þeim :O Trúðu mér… þetta líður fljótt. Finnst ég ennþá vera 16 ára og rosa spennt að fara með nýja klippingu og í nýju Miss Sixty gallabuxunum fyrst skóladaginn sem menntskælingur :') Bittersweet.

Re: borða unglingar fisk?

í Tilveran fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta er meira sálrænt en annað held ég… fiskur er með mjög sérstakt bragð (já það eru margar tegundir en samt er viss keimur sem allar gerðir deila) sem krakkar eru oft ekki hrifnir af, rétt eins og sveppir, laukur, ólífur ofl. sem krakkar borða oft ekki en læra að meta með aldrinum. Ég held að margir ákveði bara ungir að fiskur sé vondur og gefi honum síðan ekki séns því "allir hinir krakkarnir segja líka að hann sé vondur." Mér finnst íslenskur fiskur persónulega mjög góður og er alltaf...

Re: Hver hefur lesið bókina oftast? *enginn spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Besta val í þessum heimi til að lesa þetta inná hljóðbækur… I'm pretty sure.

Re: Sin City 2

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Kemur það þér á óvart ef þú lítur á fyrra samstarf Banderas og Robert Rodriguez?

Re: Hook

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég veit það ekki beint… þetta er án efa frábær hópur sem stendur að myndinni, en svona er það oft þegar að fólk gerir ráð fyrir miklu og ætlar sér stóra hluti… Myndin er ekki góð ef maður lítur á kvikmyndir sem listform… en mér finnst hún persónulega frábært ævintýri sem geymir góðar minningar úr barnæskunni :)

Re: Hvernig svarar þú í símann ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 2 mánuðum
“Já, Halló” Við flestu… er samt yfirleitt rosalega frumleg og fyndin þegar ég svara vinum og fjölskyldu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok