Ég persónulega fer ekki til kirkju, hef mikið á móti mörgu sem tengist, og hefur í gegnum aldanna rás tengst, iðkun trúarbragðsins Kristni, og trúi ekki á neitt sem heitir Kristur. Hins vegar er hans, Jesú, getið í fleira en einu trúarbragði og þessvegna finnst mér lógískt að loka ekki á þann möguleika að kappinn hafi verið til. Góður gaur sem var nokkurs konar trúboði… ekki heilagur kraftaverkamaður sem öllum fannst þeir knúnir til að skrifa sem mest um.