Margar af uppáhöldunum mínum eru; Lotr allar Gömlu Star Wars Raiders of the Lost arc Forrest Gump Grosse Pointe Blank Princess Bride Clueless (góðar minningar :p) Boondock Saints The Mask of Zorro Eurotrip (getur látið mig hlæja endalaust) Zoolander (sama og Eurotrip) Starsky & Hutch (—II—) Shrek 1&2 Spirited Away ofl.ofl. ofl.ofl. Þessi listi mundi eflaust breytast e-ð ef umræðuefnið væri bestu myndir sem ég hef séð. Annars eru margar af þessum myndum líka mjög góðar.
Ég hef sjálf dreymt fyrir veikindi, og nána ættingja mína hefur dreymt fyrir andlát og heimsóknir. Rétt áður en e-r í fjölskyldunni eða slíkt verður veikur dreymir ákveðinn ættingja minn oft drauma sem innihalda einstaklinginn sem verður seinna veikur, og það er alltaf snjór í þeim draumum. Ég mundi þessvegna ekki alhæfa að það sé í besta falli barnalegt að taka mark á draumum.
Hringadróttinssögu kynntist ég ca. 10 ára gömul í gegn um myndasögubækur sem eldri bræður mínir áttu… en verkum Tolkiens í heildina kynntist ég fyrst 8-9 ára, þegar að kennarinn minn las Hobbitann upphátt fyrir bekkinn í nestistímum :)
Hmm, góður punktur. En ég ætla persónulega að stefna að gerð myndarinnar ‘The Fest and the Furious’…Spennutryllir í anda Chocolat…ég sé bara trailerinn fyrir mér nú þegar :)
Það er satt…ég var aldrei að segja að þú mættir ekki pirra þig á þessu, eða að þú hefðir ekki rétt fyrir þér. Ég var bara að benda á að hvernig þú settir þetta fram varð væntanlega ekki beint til að beina jákvæðri athygli að skoðunum þínum. En yes, coolið er komið aftur, þú mátt eiga það.
Ég er stelpa og er alveg sammála þér að mörgu leiti. Ég held reyndar að það sé svolítið um að konur fái síður störf einfaldlega vegna kynsins, þótt að aðalástæða ‘misréttisins’ sé sú að konur hafa sig síður eftir þessu (ég er í þessu tilfelli ekki að tala um launamisrétti, sem er allt annar handleggur) Hins vegar, verð ég að benda á, vegna þessa: "En þegar við erum að tala um að fara út á sjó eða að moka skurði þá vilja konur þau forréttindi að láta það vera." -Þetta er eflaust rétt upp að...
Þetta eru allt saman djúpar og góðar pælingar hjá þér… en hér skal ég reyna að útskýra hvað ég meinti: Ég stend fast við það sem ég sagði…ég trúi að það sé til gott afl í heiminum sem fólk kallar hinum ýmsu ‘guða-nöfnum’. Þ.a.l. trúi ég á gott og illt. Sama þótt ég trúi ekki á það í einhverju kaotísku ævintýraformi. Ef þú ert hins vegar að efast um e-ð í þessari trú minni er það hið minnsta mál. En það bara gengur í rauninni ekki upp að efast um trú annara og segja til um hvort hún eigi rétt...
Hmmm…Antonio Banderas, af því að hann er ótrúlega kynþokkafullur karlmaður, og af því að hann syngur alveg þokkalega. Svo er eitt uppáhaldslagið mitt ‘A Girl Like You’ með Edwyn Collins…þannig að það yrði ábyggilega fyrir valinu…líka gaman að heyra Herra Banderas syngja e-ð svoleiðis til manns ;) Það væri auðvitað ekki verra ef þessi litli afmælisfögnuður mundi enda með villtu kynlífi. …Þetta væri goootttt afmæli :D
Alveg rólegur. Þetta comment hjá þér sýndi ekki frekara þroskamerki hjá þér Illugi ‘cool’. Það gengur bara hreinlega ekki upp að tala um “viðrini”, “foreldraógeð” og “Fífl sem þig langar að drepa” og halda ‘coolinu’ á sama tíma Illugi félagi. Ég er ekki búin að athuga hvort aldur þinn sjáist í persónu-upplýsingunum þínum, en… …miðað við hvað þú ert að tala um, mundi ég segja að þú værir yfir 18 ára…en ef taka á mark á því hvernig þú segir það, þá mundi ég ekki halda að þú værir eldri en 14-15.
Allar myndir. Það fer alveg eftir því í hvaða skapi maður er, ég get haft gaman af drama, spennu, væmnum kellingamyndum, teiknimyndum, hryllingsmyndum, gamanmyndum, tómri steypu og epískum stórmyndum…þetta er allt saman æði…
Jájá…mér er alveg sama um aldursmun á pörum svo lengi sem þau séu lögleg ;) Það er búið að tala mikið um að þetta sé bara auglýsingabrella hjá þeim, og kanski er það satt. Það skiptir ekki máli, mér finnst þau bara sæt saman…samanber mynd nr. 2 sem þú bentir á :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..