Þetta er Svefnrofalömun. Þú þarft væntanlega meiri nætursvefn, og ef að þú heldur áfram að sofa of lítið þá gætir þú fengið ofskynjanir með þessu. Dæmi eru um fólk sem er lamað margar mínútur eftir að hafa vaknað, og það sér veru standa yfir rúminu, eða í dyragættinni. Ég hef lent í mjög vægri útgáfu af þessu sjálf, á þá var mér bent á svefnrofalömun sem líklega orsök af öðrum Hugara. Og nei, ég er ekki að grilla í þér, þú getur athugað með svefnrofalömun á doktor.is ef þú trúir mér ekki.