Góð vinkona mín var búin að vera með lífshættulegan sjúkdóm í 20 ár, þ.e. frá fæðingu, hún veiktist reglulega, lá inni á sjúkrahúsum svo mánuðum skipti stundum, hún var ekkert að kvarta ef hún var ekki veik heldur hélt sínu striki. Hún fór í fjöldan allan af aðgerðum sem að fæstar gerðu nokkuð gagn, einu sinni eða tvisvar var hún send heim fyrir aðgerð til að kveðja ættingja því það var tvísýnt hvort hún myndi lifa. Svo gerðist það að snemma árs 2000 þá var hún Au-pair í London, hún veiktist...