Oh, mér leiðist líka ofboðslega. Er að verða veik, er með magaverk, beinverki, hálsbólgu og nokkra kommu hita. Er líka að drepast úr kulda þótt ég sé undir sæng og með fartölvu ofan á mér. Gæti líka bara verið túrverkir, er svo að vona það. Eini félagsskapurinn hérna heima er bróðir minn sem er voða upptekinn við eitthvað og köttur sem er að bíta mig. Síðan er enginn á msn, enda föstudagskvöld. Óvá, ég hata svona stundir.