Ég hef svosem aldrei skilið af hverju almenningssalerni eru kynjaskipt. Síðan þoli ég ekki í bíómyndum þegar gaur labbar inn á kvennasnyrtinguna og honum er hent út með öskrum, ég meina úú, sá hann konu að mála sig? Tvær niðurstöður sem ég hef komist að, kannski er það til að halda þessum pissuskálum þarna. Getur verið að einhverjum finnist óþægilegt að nota þannig fyrir framan kvenkynsverur. Reyndar yrðu þá til, tada, básar. Hin ástæðan er röðin. Ég meina, ef þú ferð í bíó og á klósettið og...