Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Jonzi
Jonzi Notandi frá fornöld 1.184 stig

Re: Búinn að fá nóg af Bierhoff

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Beckenbauer er ekki einn um það að vera búinn að fá nóg af Bierhoff. Silvio Berlusconi, Adriano Galliani og meginþorri Milan-áhangenda eru orðnir langþreyttir á því hve lítið hann leggur til liðsins í seinni tíð. Það þýðir ekkert að tala um að menn geti átt off-daga….hann hefur ekki átt annað en off-daga síðustu mánuðina. Enda er ekki séns að maðurinn væri í liðinu ef Zaccheroni væri ekki við stjórnvölinn. En því lýkur staðfest þegar þetta season er búið. Það er næsta víst að Fatih Terim...

Re: Mancini til Fiorentina?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Fiorentina-menn eyða einmitt full miklum tíma í vitleysu: Cecchi Gori forseti er alltaf með nefið ofan í koppi þjálfarans og Terim er a.m.k. annar toppþjálfarinn sem hann flæmir frá Flórens upp á eigin spýtur - hinn er sjálfur Trapattoni. Cecchi Gori veður bara inní búningsklefa eftir leiki og fer að lesa yfir þjálfaranum um hvað hann sé vitlaus. Þetta er náttúrulega bilun hjá manninum!!!

Re: Milosevic að koma til

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Fonza Juventus?! FONZA?!?!? Hvað í kengúruskít þýðir Fonza? Hæstvirtur Zambrotta er hér með beðinn um útskýringu á þessum endurtekna rithætti sínum. PS. Þú veist að “áfram” er FORZA með r-i á ítölsku? Forza Milan

Re: Beckham fyrirliði!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Gary Neville sem fyrirliða Englands?! You alright, mate?!?! Þegar menn eru vanir að láta brýni eins og Tony Adams stappa í sig stálinu í landsleikjum er bara hlegið að vitleysingum eins og Neville. Hann er ekki leiðtogi frekar en hitt Neville-viðrinið. Eigum við þá ekki að fara bara alla leið og gera Nicky Butt að kapteini?! Þetta er bara of fyndið…

Re: Hvað er til ráða

í Kettir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég verð seint kallaður kattakall…langaði bara að kíkja hingað inn. Mér finnst tillaga Moon mjög góð; stuða kisuna bara stjarfa - that'll teach him! Nei, að gamninu slepptu, geturðu bara ekki hlaðið símann á næturnar inni á baði og læst hurðinni?! Eða er kannski ekki skrá á baðherbergishurðinni heima hjá þér, heldur lokaður snerill?! Kræst, þetta er eins og í Friendsþætti sem var aldrei sýndur því hann var bara of skrýtinn. (hah).

Re: Re: Real Madrid á eftir Kanu

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hah! Akkuru ættu Los Merengues að hafa áhuga á einhverjum sem kemst ekki í liðið hjá ArseAnal?! Hann er alltílæ, en yrði varla fastamaður á Bernabeu. Snilldin hans - sem vissulega er til staðar - er bara of fáséð.

Re: Roma á eftir Gerarrd

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Gerrard má aldrei verða seldur frá Liverpool - sumt gerir maður bara ekki þó mikill peningur sé í boði. Sjáið hvað gerðist hjá Real Madrid og Barcelona við flutning Luis Figo milli liða?!?! Ókei, kannski eitt og annað spili saman en það er samt enginn spurning að Figo er ráðandi breyta í þeirri jöfnu, enda maðurinn bestur í heiminum í dag.

Re: Flugvallarvitleysan

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum
R-rugl?!? Það að vilja Reykjavíkurflugvöll í burtu er ekki flokksbundið kappsmál R-listans, heldur þverpólitískt. Hægrimenn eru upp til hópa heitir andstæðingar óbreytts skipulags í Vatnsmýrinni (látið í ykkur heyra, bræður og systur!) Hvaða skipulagsfræðingur sem er mun segja þér að flugvöllur í miðri íbúabyggð er firra. Sá kostur sem ég tel eina kostinn með viti er flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur: *Sjúkraflug þar sem tíminn er faktor fer venjulega með þyrlu beint á pallinn við...

Re: Re: Sigur ! ! !

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Neeeiiiii, Shitter, Parma eru ekki bestir.

Re: Palermo var aldrei á leið til Parma

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þeir hefðu samt betur keypt hann - Palermo er að brillera hjá Villareal á Spáni. Það er ekki eins og Parma vaði í markaskorurum…

Re: Ítölsku liðunum gekk ekki vel

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Lazio stóðu sig ágætlega heilt yfir og fengu á sig vafasama vítaspyrnu. Milan voru hinsvegar ansi hreint ósannfærandi og það þarf að taka til á þeim bænum. Besti maður vallarins var Leonardo, Ibrahim Ba var að gera fína hluti í seinni hálfleik og Sheva var líka sprækur - reyndar svo sprækur að línuverðirnir höfðu ekki auga á honum og dæmdu þrjár glórulausar rangstæður á hann í seinni hálfleik. En maður lifandi hvað miðjan var léleg!!!

Re: Roma ætlar að herma eftir Man U.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Lífið er ein stór markaðsfræði. Ég hata WoMan Utd en þeir vinna dollu eftir dollu…og er það ekki takmarkið í boltanum?!

Re: Re: Sigur ! ! !

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nú það vantar auðvitað miðjukóng hjá Milan. Hugsið ykkur hvað Redondo hefði smollið í þetta lið.

Re: Re: Jardel á leið í Seríuna?!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jú, rétt er það - öllum er sléttsama um tyrknesku deildina….en það er ekki alveg rétt að það séu engir peningar þar. Leikmenn fá oft drullugóð laun enda er Tyrkland að því leytinu orðið eins og Japan og Bandaríkin (og Chelsea!!!) að gamlir jaxlar sem eru ennþá nöfn en farnir að hægja á hraðanum fara þangað til að fá borgað.

Re: Ambrosini meiddur í 6 mán ?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Massimo er staðfest kaldur úti og verður ekki með fyrr en á næsta tímabili. Farið hefur fé betra - Ambrosini er hressilega ofmetinn leikmaður.<BR

Re: Sigur ! ! !

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Jújú, það var vel gert hjá Parma að landa þessum sigri og vissulega er alltaf jákvætt að setja markið hátt…..en að stefna á titilinn?! Ekki séns í heiminum geiminum. Meistaradeildarsæti er hins vegar vel raunhæft markmið, sem er meira en ég get sagt í augnblikinu um mína menn hjá Milan (andvarp).

Re: Re: Re: Re: Capello:

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Góðir hálsar, þessi umræða er á villigötum. Ráðning Sven Göran er ekki issue hérna, heldur hvort eigi að taka scudettoinn 2000 af Lazio. Höldum okkur við efnið, það gefst alltaf best.

Re: Re: Ronaldinho!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Isss, þessar samlíkingar eru innistæðulausar með öllu. Átti Ariel Ortega ekki að vera nýr Maradona? Hah! Ortega er vonlaus.

Re: HA er greinarhöfundurinn fífl eða hvað?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Tékkaðu á svari #1 við greininni, Gartur. Þar er að finna leiðréttingu. Svo slakaðu bara á og andaðu með trýninu. Flott alias sem þú notar - leyf mér að giska; stytting fyrir “Gildur afturpartur”?! Hélt það.

Re: Del Piero úti í kuldanum?!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Smá leiðrétting - Cassano ákvað víst að fara frekar til Roma. Svo Del Piero er líklega ekki eins tæpur á vistinni og áður var talið…

Re: Re: Kapphlaup um Capello.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Tjaaa….rétt er það, Capello stoppaði ekki lengi við hjá Real Madrid en hann gerði þá engu að síður að Spánarmeisturum. Hann var nú reyndar hjá Milan nógu lengi til að vinna Scudettoinn 4 sinnum + Champions League '94. Svo ég held að hvaða lið sem er ætti að taka honum fagnandi. Ég er hins vegar heitur hatursmaður WoMan Utd svo ég vil ekki sjá að hann fari þangað. PS. Er það ekki mál manna að Batigol hafi verið peninganna virði fyrir Roma?!?

Re: Re: Zac: tak sæng þína og gakk.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
#1. Sé búið að semja áfram við Zaccheroni hefur það farið fram hjá mér. Það er enn allt í lás. #2. Chamot og fleiri áðurnefndir eru einmitt bara þokkalega frambærilegir. Það dugir ekki hjá Milan. #3. Milan eiga að vera sannfærandi í deildinni meirihluta tímabilsins í stað þess að sveiflast milli gæða og glötunar. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að allt hrökkvi í gang síðla febrúar um leið og hin liðin koxa eins og gerðist vorið '99.

Re: Lazio að vakna?

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Já, því miður virðist Milan ætla að detta úr kapphlaupinu um Scudettoinn að þessu sinni. Hvað Christian Vieri varðar þá væri ég til í að býtta á honum og Bjórhausnum (gott nafn…!)hvenær sem er.

Re: Re: Re: Re: Ronaldinho!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Vissulega var Denilson ótrúlegur í S-Ameríkuboltanum. En svo var hann alveg á geitinni hjá Real Betis. Hann var líka slappur á HM '98. Ef hann fær ekki frið til að taka sömbuna þá er greyið bara í ruglinu - of fastur í leikstílnum í Brasilíu. Hugsið ykkur ef hann hefði verið seldur til Englands og Vinnie Jones væri enn í fullu fjöri?! Það er fyndin tilhugsun. Wicked Vinnie hefði rifið svona dansara í snifsi….

Re: Re: Re: Ronaldinho!

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
100% sammála. Það er ekkert sem segir að pilturinn komi til með að pluma sig á Ítalíu - enda boltinn þar hressilega frábrugðinn sömbunni í Brasilíu. Það verður að fást einhver reynsla á piltinn í Evrópu svo það sjáist hvort hann verður næsti Ronaldo eða næsti Denilson…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok