Það sem mér finnst einnig aðfinnsluvert við þessa breytingu, burtséð frá því að nú verður Serie A ekkert frekar ítölsk deild heldur en hvað annað, er það að breytingin skuli keyrð í gegn þegar tímabil er í fullum gangi, og á lokasprettinum meira að segja. Lið eins og Lazio og Roma fagna þessu en Juve eru brjálaðir því að þeirra sögn er verið að lauma ás í ermina hjá Rómarliðunum tveim sem eru með allra landa kvikindi í lykilstöðum. Ef þetta verður til að tryggja Roma Scúdettóinn, þá það. En...