Flestir söngvarar hafa þrjár brýr sem þarf að brúa og getur það tekið margra ára þjálfun að mastera. Það er semsagt brjóst-tónn, mixið og höfuðtónn (og svo auðvitað falshettan sem er bara svona auka). Mixið er aðalkjöt raddarinnar þar sem röddin verður litrík og falleg blanda af djúpum og háum tónum. Ýmsar æfingar er hægt að gera til að brúa þessi bil, t.d. gera prumpuhljóð eða gera ERRRR með tungunni á meðan þú syngur skala. Það minnkar brotin sem myndast þegar þú ferð yfir brýrnar. Þetta...