Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bókstafstrúarmenn og aðrir vættir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hún var það náttúrlega, en þetta var undirliggjandi þema.

Re: Bókstafstrúarmenn og aðrir vættir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég held að þú hafir misskilið myndina Bowling for Columbine, punkturinn í myndinni var nákvæmlega þessi: „Kerfið hjá þeim er einfaldlega lélegt, þeir eru með stærsta hóp (prósentulega séð) af fólki undir fátækra mörkum, af öllum vestrænum þjóðum. Það kemur einfaldlega byssyeign ekkert við!".

Re: Konungurinn snýr Heim eða Hilmir snýr heim.

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mér finnst að það ætti að halda titlinum og í raun helgispjöll að gera það ekki, enda ein snilldarlegasta þýðing á titli í sögu íslenzkra þýðinga.

Re: JÓN EÐA RÍKISJÓN -Ekki sama hver er!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er óhjákvæmilegt þegar forystumenn verkalýðsfélaga eru ekki lengur verkamenn, heldur möppudýr á skrifstofum, hagsmunir þeirra og verkamannanna fara ekki lengur saman.

Re: Bókstafstrúarmenn og aðrir vættir

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Enda indælis kommúnisti.

Re: Blákaldar staðreyndir um fátækt og hungur

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mér finnst það vera glæpur að örfáir einstaklingar eigi allt land í Afríku en hinir svelti. Property is theft.

Re: feministar eru leiðinlegir

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ha? Voru þeir að reyna að selja öldruðu fólki nælur? Þetta eru greinilega stórhættulegir öfgamenn sem ber að stöðva!

Re: Dreifirit BNA í Afganistan

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er út í hött hjá þér, árás á herstöð (Pearl Harbor) er ekki sambærileg við það að varpa tveimur kjarnorkusprengjum á stórborgir, þar sem bú einungis saklausir borgarar.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er alltaf verið að tala um það, þannig að ég hélt að það þyrfti ekki lengur. Í þessum löndum hafa aldrei verið forsendur fyrir sósíalisma. Þau voru öll fátæk með ómenntað fólk. Engir sósíalistar, (marxistar að minnsta kosti.) hafa nokkurn tíma haft trú á því að bylting gæti tekist við slíkar aðstæður.

Re: Dreifirit BNA í Afganistan

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er alltaf svona þegar einhver bendir á að það er ekki allt fullkomið í Ameríku, bent á eitthvað annað. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað, eins og maðurinn sagði.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þú kemur ekki með nein rök fyrir því afhverju það getur ekki gengið upp. Afhverju segirðu þetta?

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það að maðurinn sé of gráðugur til þess að lifa við kommúnisma er kjaftæði, græðgi er lærð hegðun, um þetta eru flestir sál-, mann-, og félagsfræðingar sammála. Auk þess er græðgi ekki andstæð hugsjónum sósíalisma, Marx sagði: „Sósíalismi bannar engum að afla sér auðæfa, einungis að afla sér auðæfa með að undiroka vinnu annarra".

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Og hvert er mannlegt eðli? Ef ég má gerast svo frakkur að spyrja.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Undarlegt hvernig þú getur fullyrt það með svona mikilli vissu.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já, þú meinar eins og þegar Wright bræður hættu við að reyna að fljúga eftir að fyrsta tilraunin mistókst, eða þegar Edinson gafst upp á ljósaperunni?

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
zillus: Já, það er rétt hjá þér. Við trúum alls ekki þessu sem við erum að skrifa sjálf, nei það er alveg greinilegt. Greinilegt er líka að ég og Lyssia erum á mála hjá bolsévíkum í Rússlandi við að afvegaleiða æsku landsins og gera hana að þrælum Moskvuvaldsins. Þetta er reyndar ekki það eina sem við gerum fyrir þá, við eitrum líka vatnsból og étum ungabörn.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þetta er hvimleitt, já.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er einmitt það sem málið snýst um, ríkið ætti ekki að hafa fasta starfsmenn heldur eiga þegnarnir að skiptast á að genga embættisstörfum og eiga að eiga það á hættu að vera að kallaðir frá störfum hvenær sem er. Eða með orðum Leníns: „Ef allir eru embættismenn, eru engir embættismenn."

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Afhverju byrjarðu alltaf að tala um einhverja embættismenn? Hefurðu ekki lesið það sem hefur verið sagt hérna?

Re: Stórfyrirtæki VS lýðræði.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Er fasismi vinstri? Hvaða argasta vitleysa er það? Fasismi er öfgahægristefna, þegar fyrirtæki taka stjórnina á ríkinu, eða með orðum Mussolinis (sem ætti að vita um hvað hann er að tala): “Fascism should more appropriately be called Corporatism because it is a merger of State and corporate power.” En Franklin D. Roosevelt lýsti fasisma kannski best: “The liberty of a democracy is not safe if the people tolerate the growth of private power to the point where it becomes stronger than the...

Re: Stórfyrirtæki VS lýðræði.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Gott svar, Armon.

Re: Sigur Rós.

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er auðvitað erfitt að setja tónlist í svona flokka.

Re: Sigur Rós.

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sigur Rós er spila svokallað “progressive rock”.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það getur vel verið, en það er samt í mótsögn við það sem þú sagðir, auk þess sem meirihluti þessara einkaleyfa voru ekki á sviði hergagna né geimvísinda.

Re: Einstein spyr : Hvers vegna félagshyggja ?

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
geirag: Hvernig stendur þá á því að að næstum því jafnmörg einkaleyfi á nýjum uppfinningum voru gefinn út á ári hverju í Sovétríkjunum og í Bandaríkjunum? Hvernig stendur á því að Sovétmenn áttu fyrsta gervihnöttinn í geimnum? Hvernig stendur á því?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok