Já, það er rétt, Sameinuðu Þjóðirnar settu viðskiptabannið á, en að undirlagi Bandaríkjanna þannig að það kemur á sama stað niður. Þú segir að viðskiptabannið hafi ekki verið sett á að ástæðulausu, það er rétt. En hverjar voru ástæðurnar? Af því að Saddam var svo illur? Ef svo er af hverju var þá ekki viðskiptabann á Írak fyrir Persaflóastríðið? Hann hafði framið flest sín voðaverk þá. Varð hann skyndilega andsetinn? Eða býr eitthvað annað að baki? Þar að auki segir þú að Saddam beri ábyrgð...