Veit að þetta er ógeðslega seint komment og allt það. Ég er bara að læra undir samræmt próf í náttúruvísindum og drepleiðist. En þegar ég var með hausinn á kafi í heftum og bókum, þá datt mér eitt í hug. Þú steingleymdir einu allmesta krútti kvikmyndasögunnar. Gismo í Gremlins! Hann er náttúrulega bara krútt frá byrjun til enda. Svo ég taki dæmi;*SPOILER* Þarna alveg í endann, þegar hann keyrir littla bleika bílinn, sveigir framhjá hundinum og alles*/SPOILER*. Það var ekkert nema snilld. :D