Ég sé ekki að ég sé verri maður til að dæma um hvort hefndir séu réttlætanlegar en hver annar. Gallinn við hefnd er að hún kallar alltaf á aðra hefnd. Auga fyrir auga reglan endar með því að allir verða blindir. Og jafnvel þó að hægt sé á einhvern hátt að réttlæta hefnd þá er ekki hægt að réttlæta hefnd sem er 1000 árum of seint á ferðinni. Þá eru ansi margar óuppgerðar sakir í heiminum sem þarf að fara að gera upp.