Verðið í Bláa Lóninu er alveg í samræmi við aðra Spa staði í heiminum, ódýrara ef eitthvað er. Bláa Lónið er einnig ekki sundstaður, það er ekki niðurgreitt af ríkinu þar af leiðandi er hærra verð. Ef þið fóruð mjög oft þarna þá getiði keypt fjölskyldukort sem kostar 36000, gildir fyrir tvo fullorðna í eitt ár. Árskort í sundlaugarnar fyrir einn fullorðinn kostar 24000 kr.! Mín skoðun: Bláa Lónið er ekki dýrt.