hér er ný Shelby GT500KR, Ford frumsýndi sérútgáfur þriggja gerða á bílasýningunni í New York nýlega. Meðal annars var hulunni svipt af Ford Mustang Shelby GT500KR sem er kraftmesti Mustang frá upphafi. Aðeins verða framleidd eitt þúsund eintök af bílnum, sem hefst á næsta ári. Ford Shelby GT500KR er með 5,4 lítra V-8 vél sem með sérstakri útfærslu skilar 540 hestöflum. Bíllinn verður að sjálfsögðu með hinu þekkta Mustang-merki á húddinu, krómlitum neðri stuðara með loftmóttöku, krómuðum...