Það má ekki gleyma því í umræðunni, að það eru ekki upphæðirnar sem skipta aðalmáli, heldur sú staðreynd að það er verið að skerða tekjur eins einstaklings vegna tekna annars einstaklings. Þetta þekkist hvergi annars staðar í öllu íslensku réttarkerfi nema í lífeyristryggingum almannatrygginga. Við verðum að líta á bætur öryrkja sem laun, sem öryrkinn hefur fyrir þá ánauð að vera öryrki. Setjum þetta aðeins öðruvísi upp. Setjum sem svo að þið væruð í sambúð með einstaklingi sem hefði hærri...