Margar af þessum myndum eru mjög góðar, sem skemmtun og/eða afþreying, en samt er aðeins ein þeirra sem að fór, að mér finnst, rétt með tímaflakk. Það er 12 monkeys, sem sýndi í raun fram á það að þrátt fyrir að líklegt sé að tímaflakk verði einhverntíma möguleiki, þá kemur það ekki til með að breyta neinu fyrir fortíðina, því ef að á annað borð maður fer úr framtíðinni til fortíðarinnar, þá var maður á staðnum (þ.e. framtíðarsjálfið) í fortíðinni líka. Þ.e. engu er hægt að breyta. Kveðja, Jazzhop.